Veiðisögur Bubba koma út í haust 16. febrúar 2007 05:45 Bubbi Morthens vinnur nú að því að safna saman veiðisögum sem hann hefur heyrt og upplifað í áranna rás. „Ekki er einu sinni kominn titill á bókina. Svo skammt er þetta á veg komið. En vinnuheitið er Veiðisögur Bubba,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri JPV útgáfu. Egill Örn og hans fólk hjá JPV er þegar farið að leggja drög að næstu jólavertíð. Og nú er verið að undirbúa bók sem byggð er á veiðisögum sem Bubbi Morthens hefur safnað í sarpinn undanfarin ár. Bubbi er annálaður sögumaður og veiðisögur er eitt form frásagnarlistarinnar sem seint verður ofmetið. Sannleiksgildið er upp og ofan en Bubbi, sem hefur staðið við árbakkann árum saman og er annálaður sögumaður, styðst þó við raunverulega atburði. Í samtali við blaðamann Fréttablaðsins segir Bubbi Morthens kappnóg komið af veiðibókum sem fjalla um hina fræðilegu hlið stangveiða. Hins vegar sé þetta brunnur sem fáir hafa leitað í. Og Bubbi segir sögu, til sýnishorns, af manni sem hann hitti á bökkum ónefndrar laxveiðiár, sem hafi verið aðframkominn af sígarettureykingum – gat vart dregið andann. Hann sagði Bubba hins vegar að sá sem hefði þraukað sem hann hefði minnstar áhyggjur af sígarettum. Var þar þá kominn Pólverji sem hafði lifað af helförina, öll fjölskyldan hafði verið drepin í Dachau en það vildi honum til lífs að stjórnandi þar var eitthvert drengjakórafrík og lét hann syngja fyrir sig. Þegar Rússarnir komu voru Pólverjarnir reknir til Síberíu þaðan sem okkar maður strauk. Og sá þá á túndrunum lax og hafði hann til marks um frelsið sjálft. Og sór þess eið að myndi hann lifa af og efnast yrðu laxveiðar það sem hann myndi fást við. „Magnað,“ segir Bubbi sem leitar til vinkonu sinnar Silju Aðalsteinsdóttur varðandi yfirlestur. Jafnvel mun Tolli bróðir Bubba skreyta bókina með teikningum þegar þar að kemur. Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Ekki er einu sinni kominn titill á bókina. Svo skammt er þetta á veg komið. En vinnuheitið er Veiðisögur Bubba,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri JPV útgáfu. Egill Örn og hans fólk hjá JPV er þegar farið að leggja drög að næstu jólavertíð. Og nú er verið að undirbúa bók sem byggð er á veiðisögum sem Bubbi Morthens hefur safnað í sarpinn undanfarin ár. Bubbi er annálaður sögumaður og veiðisögur er eitt form frásagnarlistarinnar sem seint verður ofmetið. Sannleiksgildið er upp og ofan en Bubbi, sem hefur staðið við árbakkann árum saman og er annálaður sögumaður, styðst þó við raunverulega atburði. Í samtali við blaðamann Fréttablaðsins segir Bubbi Morthens kappnóg komið af veiðibókum sem fjalla um hina fræðilegu hlið stangveiða. Hins vegar sé þetta brunnur sem fáir hafa leitað í. Og Bubbi segir sögu, til sýnishorns, af manni sem hann hitti á bökkum ónefndrar laxveiðiár, sem hafi verið aðframkominn af sígarettureykingum – gat vart dregið andann. Hann sagði Bubba hins vegar að sá sem hefði þraukað sem hann hefði minnstar áhyggjur af sígarettum. Var þar þá kominn Pólverji sem hafði lifað af helförina, öll fjölskyldan hafði verið drepin í Dachau en það vildi honum til lífs að stjórnandi þar var eitthvert drengjakórafrík og lét hann syngja fyrir sig. Þegar Rússarnir komu voru Pólverjarnir reknir til Síberíu þaðan sem okkar maður strauk. Og sá þá á túndrunum lax og hafði hann til marks um frelsið sjálft. Og sór þess eið að myndi hann lifa af og efnast yrðu laxveiðar það sem hann myndi fást við. „Magnað,“ segir Bubbi sem leitar til vinkonu sinnar Silju Aðalsteinsdóttur varðandi yfirlestur. Jafnvel mun Tolli bróðir Bubba skreyta bókina með teikningum þegar þar að kemur.
Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira