Maður sem giftist konu með skegg 7. febrúar 2007 06:30 Það er frumsýning í Óperunni á föstudagskvöldið og leikstjórinn og hans lið eru að komast á lygnan sjó: tæknin er að komast í lag og söngvararnir teknir að setjast í hlutverkin sín. Halldór E. Laxness er kominn heim til að koma Stravinsky á svið. Það er Flagari í framsókn – The Rake"s Progress – sem verður frumsýndur á föstudagskvöld og það er sextugasta verkefni Íslensku óperunnar. Flagarinn var frumsýndur í Feneyjum 1951 og byggði Igor Stravinsky verkið á frægum litógrafíum eftir William Hogarth frá árunum 1733-1735 sem lýsa falli hins unga Tom Rakewell. Þær voru hluti af verkum Hogaths sem beindust að syndsamlegu og áhættusömu lífi í heimsborginni London og voru prent sem selt var mönnum til skemmtunar og viðvörunar um hættur gleðinnar. Texti óperunnar er eftir hið þekkta breska ljóðskáld og Íslandsvin William H. Auden og félaga hans Chester Kallmann.Flagarinn hefur ekki verið fluttur fyrr hér á landi og hefur val óperustjórans sætt nokkrum deilum í dagblöðum.Frítt föruneytiVerkið tilheyrir svokölluðu nýklassísku tímabili á ferli tónskáldsins og er raunar eina verk hans sem kalla má óperu. Það hefur löngum verið vinsælt til sýninga sökum þess að þar eru bitastæð hlutverk fyrir söngvara sem geta leikið, hlutverkin eru nokkur og jöfn og sagan á við á öllum tímum. Það er stefnt saman fríðu föruneyti í Ingólfsstrætið til að flytja verkið: söngliðið eru þau Gunnar Guðbjörnsson tenór, Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, Jóhann Smári Sævarsson bassi, Ágúst Ólafsson barítón, Sigríður Aðalsteinsdóttir mezzósópran, Ingveldur Ýr Jónsdóttir mezzósópran, Eyjólfur Eyjólfsson tenór. það er Kurt Kopecky sem stjórnar 39 manna hljómsveit og 16 manna kór. Leikmyndahönnuður er Axel Hallkell Jóhannesson en búninga Filippía Elísdóttir, Björn Bergsteinn Guðmundsson annast lýsingu. Ekkert feikÞað er Halldór E. Laxness sem leikstýrir. Hann hefur jafnan komið heim frá París þar sem hann býr og starfar og sett hér verk á svið, einkum fyrir norðan og hjá óperunni. Hann hefur enn ekki orðið svo frægur að fá verkefni hjá Þjóðleikhúsinu og langt er síðan hann leikstýrði hjá LR. Hann er líkast til of hress fyrir leikhússtjórana: „Maður heldur áfram sínu frílans striti. Ég ætlaði nú að gera þetta allt mitt líf, ég er ekki flóttamaður frá Íslandi,“ segir Halldór. Hann hefur gaman af því að setja upp óperur, segir marga þó ekki skilja það form hér á landi: „Það er gaman því sönginn er ekki hægt að feika, sama hvernig menn eru í laginu.“ Rosalega frægurVerkið segir hann snúast um eilífa óskhyggju mannsins um endalausa velsæld og hamingju. Hann hafi sótt nokkra karikatúra til Ameríku um 1950 en sviðið í Gamla bíói vildi hann fylla af dóti. Segist vera búinn að fá hundleiða á sálarlausum minimalisma leikhússins sem alltaf sé að eltast við dansleikhúsið með tveimur stólum. Það sé orðið svo gamaldags. „Þetta er ekki heimur heldur show. Helvíti gott sjóv.“ Hann hafi viljað sjá í sýningunni hnökra, brot af áhugamennskunni, ekki hið fágaða yfirborð sem er tómt undir. „Þetta er kómískt, leikstíllinn er skemmtilegur og gripið í ýmsa stíla. Tónskáldið semur aríu eftir aríu og fer alltaf yfir strikið svo við gerum það bara líka: maður sem giftist konu með skegg bara til að láta bera á sér kallar á svolítið ýkt form. Það minnir á Jeff Koons sem giftist pornóstjörnu bara til þess að verða frægur.“ Flagarinn er frumsýndur á föstudag og verður sýningarfjöldi takmarkaður.- pbb Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Það er frumsýning í Óperunni á föstudagskvöldið og leikstjórinn og hans lið eru að komast á lygnan sjó: tæknin er að komast í lag og söngvararnir teknir að setjast í hlutverkin sín. Halldór E. Laxness er kominn heim til að koma Stravinsky á svið. Það er Flagari í framsókn – The Rake"s Progress – sem verður frumsýndur á föstudagskvöld og það er sextugasta verkefni Íslensku óperunnar. Flagarinn var frumsýndur í Feneyjum 1951 og byggði Igor Stravinsky verkið á frægum litógrafíum eftir William Hogarth frá árunum 1733-1735 sem lýsa falli hins unga Tom Rakewell. Þær voru hluti af verkum Hogaths sem beindust að syndsamlegu og áhættusömu lífi í heimsborginni London og voru prent sem selt var mönnum til skemmtunar og viðvörunar um hættur gleðinnar. Texti óperunnar er eftir hið þekkta breska ljóðskáld og Íslandsvin William H. Auden og félaga hans Chester Kallmann.Flagarinn hefur ekki verið fluttur fyrr hér á landi og hefur val óperustjórans sætt nokkrum deilum í dagblöðum.Frítt föruneytiVerkið tilheyrir svokölluðu nýklassísku tímabili á ferli tónskáldsins og er raunar eina verk hans sem kalla má óperu. Það hefur löngum verið vinsælt til sýninga sökum þess að þar eru bitastæð hlutverk fyrir söngvara sem geta leikið, hlutverkin eru nokkur og jöfn og sagan á við á öllum tímum. Það er stefnt saman fríðu föruneyti í Ingólfsstrætið til að flytja verkið: söngliðið eru þau Gunnar Guðbjörnsson tenór, Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, Jóhann Smári Sævarsson bassi, Ágúst Ólafsson barítón, Sigríður Aðalsteinsdóttir mezzósópran, Ingveldur Ýr Jónsdóttir mezzósópran, Eyjólfur Eyjólfsson tenór. það er Kurt Kopecky sem stjórnar 39 manna hljómsveit og 16 manna kór. Leikmyndahönnuður er Axel Hallkell Jóhannesson en búninga Filippía Elísdóttir, Björn Bergsteinn Guðmundsson annast lýsingu. Ekkert feikÞað er Halldór E. Laxness sem leikstýrir. Hann hefur jafnan komið heim frá París þar sem hann býr og starfar og sett hér verk á svið, einkum fyrir norðan og hjá óperunni. Hann hefur enn ekki orðið svo frægur að fá verkefni hjá Þjóðleikhúsinu og langt er síðan hann leikstýrði hjá LR. Hann er líkast til of hress fyrir leikhússtjórana: „Maður heldur áfram sínu frílans striti. Ég ætlaði nú að gera þetta allt mitt líf, ég er ekki flóttamaður frá Íslandi,“ segir Halldór. Hann hefur gaman af því að setja upp óperur, segir marga þó ekki skilja það form hér á landi: „Það er gaman því sönginn er ekki hægt að feika, sama hvernig menn eru í laginu.“ Rosalega frægurVerkið segir hann snúast um eilífa óskhyggju mannsins um endalausa velsæld og hamingju. Hann hafi sótt nokkra karikatúra til Ameríku um 1950 en sviðið í Gamla bíói vildi hann fylla af dóti. Segist vera búinn að fá hundleiða á sálarlausum minimalisma leikhússins sem alltaf sé að eltast við dansleikhúsið með tveimur stólum. Það sé orðið svo gamaldags. „Þetta er ekki heimur heldur show. Helvíti gott sjóv.“ Hann hafi viljað sjá í sýningunni hnökra, brot af áhugamennskunni, ekki hið fágaða yfirborð sem er tómt undir. „Þetta er kómískt, leikstíllinn er skemmtilegur og gripið í ýmsa stíla. Tónskáldið semur aríu eftir aríu og fer alltaf yfir strikið svo við gerum það bara líka: maður sem giftist konu með skegg bara til að láta bera á sér kallar á svolítið ýkt form. Það minnir á Jeff Koons sem giftist pornóstjörnu bara til þess að verða frægur.“ Flagarinn er frumsýndur á föstudag og verður sýningarfjöldi takmarkaður.- pbb
Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira