Grasrótarstarf í galleriBOXi 24. janúar 2007 06:30 Fara með lyklavöldin í boxinu. Karen Dúa, Gitte Nielsen, Hanna Hlíf og Tinna reka galleriBOX á Akureyri. Mynd/heiða.is GalleriBOX er gamall kontór í mjólkurvinnslu norður á Akureyri. Listalífið iðar í Gilinu en fjórar metnaðarfullar konur fara með lyklavöldin í Boxinu, sem hýsir fjölmargar sýningar á hverju ári. Hanna Hlíf Bjarnadóttir, Karen Dúa Kristjánsdóttir, Tinna Ingvarsdóttir og Gitte Nielsen leigja vinnustofu fyrir listamenn og reka galleriBOX sem Menningarmiðstöðin í Listagili hefur umsjón með. GalleriBOX er stór vinnustofa, setustofa og svo lítið sýningarrými sem er aðeins tæpir tveir og hálfur metri að lengd og breidd en galleríið dregur nafn sitt af þessari fyrrum verkstjóraskrifstofu. Starfsemin hófst fyrir tæpum tveimur árum en hugmyndin kviknaði í Myndlistarskólanum á Akureyri þar sem hluti aðstandendanna stundaði nám. „Við byrjuðum reksturinn meðan við vorum enn í skólanum," útskýrir Hanna Hlíf, „en þetta hefur tekið töluverðum breytingum. Grundvallarhugmyndin var þó og er að vera vettvangur fyrir ungt listafólk. Okkur fannst tilvalið að brjóta upp stemmninguna og fá unga listamenn og fólkið í grasrótinni til þess að sýna frekar en að bíða eftir því að listafólk sannaði sig annars staðar. Við álítum mikilvægt að fá að kynnast listamönnunum og fylgjast með því sem þeir eru að gera." Karen bætir við að einkar fróðlegt sé að fylgjast með öðrum listamönnum vinna en nú þegar hafa tæplega þrjátíu listamenn sýnt í Boxinu eða komið að uppá-komum á vegum þess. Fyrsta sýningin sem sett var upp í Boxinu var unnin af Aðalheiði Eysteinsdóttur en hún var með vinnustofu á staðnum ásamt eiginmanni sínum Jóni Laxdal áður en rýminu var breytt í gallerý. Nú þegar hafa hin ólíkustu sköpunarverk ratað inn í boxið enda segjast aðstandendurnir jafnan leitast við að bjóða ólíkum listamönnum að sýna. „Listafólkið vinnur yfirleitt bara með Boxið en það er mikil ögrun fyrir það að vinna með svona lítið rými. Þetta hefur heppnast ótrúlega vel," útskýrir Hanna. Hún segir að þær stöllur hafi alla tíð verið heppnar með samstarfsfólk og listamenn og starfið gangi nú vonum framar - galleríið hefur vakið töluverða athygli fyrir forvitnilegar og ferskar sýningar og ásóknin er góð. „Það er ákveðinn kjarni sem mætir alltaf á sýningarnar hjá okkur," segir Karen og Hanna bætir við að ákveðin hefð sé komin á það að bjóða upp á léttan mat á opnunum. „Þá skapast svolítið öðruvísi stemmning og fólk nennir frekar að staldra við og spjalla. Það er mjög heimilislegt hérna hjá okkur." Listagilið á Akureyri iðar af lífi en í sama húsi og GalleriBOX er gallerí Jónasar Viðars og í kjallaranum starfar Populus Tremula þar sem staðið er fyrir ýmiss konar uppákomum, til dæmis tónleikum og bókmenntadagskrám. Við hliðina er Listasafn Akureyrar og þar á móti Café Karolína þar sem staðið er fyrir reglulegu sýningarhaldi. Fjölmargir listamenn úr ólíkum greinum eru með vinnustofur á þessum slóðum og segja þær stöllur það alveg víst að starfsemi sem þessi styðji hver við aðra. Verk alex Gross prýðir boxið og nágrenni þessa dagana.Mynd/heiða.is Talið berst að menningarhúsi Akureyringa sem nú er verið að reisa á Eyrinni og áætlað er að opna í árslok 2008. Hanna segist ekki eiga von á því að grasrótin fái inni í því húsi. „Auðvitað vonast allir til þess að þar verði öflugt og gott starf sem nýtast muni öllum listgreinum. Það er gaman að fylgjast með því hvernig Akureyri er að verða meiri menningarbær - hingað koma margir ferðamenn og listamenn staldra hérna við, sem er mjög gott fyrir okkur." Gitte Nilsen gekk nýlega til liðs við GalleriBOX. Hún leggur áherslu á að starfsemi í slíku menningarhúsi þurfi að vera fjölbreytt og stefna þess hugrökk. „Það væri gaman ef hægt yrði að bjóða þangað listamönnum eða viðburðum sem ekki eru eingöngu hefðbundin," segir hún. „Fólk má ekki hræðast að taka áhættu. Það þarf ekki alltaf að gera öllum til hæfis í einu - það er búið, það er ekki lengur í tísku. Meðalmennska er aðeins áhugaverð í skamman tíma og skilur ekki mikið eftir sig." Gitte segir að áhorfendur nú séu betur búnir undir nýjungar en áður. „Það sannast til dæmis á Leikfélagi Akureyrar. Þar var tekin mikil áhætta en svo líkaði flestum breytingin og nú sækja fleiri áhorfendur leikhúsið." Þýski myndlistarmaðurinn Axel Gross sýnir verk sín í Galleribox um þessar mundir og stendur sýning hans til 4. febúrar. Nánari upplýsingar um starfsemi galleríssins má finna á heimasíðu þess, www.galleribox.blogspot.com. Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
GalleriBOX er gamall kontór í mjólkurvinnslu norður á Akureyri. Listalífið iðar í Gilinu en fjórar metnaðarfullar konur fara með lyklavöldin í Boxinu, sem hýsir fjölmargar sýningar á hverju ári. Hanna Hlíf Bjarnadóttir, Karen Dúa Kristjánsdóttir, Tinna Ingvarsdóttir og Gitte Nielsen leigja vinnustofu fyrir listamenn og reka galleriBOX sem Menningarmiðstöðin í Listagili hefur umsjón með. GalleriBOX er stór vinnustofa, setustofa og svo lítið sýningarrými sem er aðeins tæpir tveir og hálfur metri að lengd og breidd en galleríið dregur nafn sitt af þessari fyrrum verkstjóraskrifstofu. Starfsemin hófst fyrir tæpum tveimur árum en hugmyndin kviknaði í Myndlistarskólanum á Akureyri þar sem hluti aðstandendanna stundaði nám. „Við byrjuðum reksturinn meðan við vorum enn í skólanum," útskýrir Hanna Hlíf, „en þetta hefur tekið töluverðum breytingum. Grundvallarhugmyndin var þó og er að vera vettvangur fyrir ungt listafólk. Okkur fannst tilvalið að brjóta upp stemmninguna og fá unga listamenn og fólkið í grasrótinni til þess að sýna frekar en að bíða eftir því að listafólk sannaði sig annars staðar. Við álítum mikilvægt að fá að kynnast listamönnunum og fylgjast með því sem þeir eru að gera." Karen bætir við að einkar fróðlegt sé að fylgjast með öðrum listamönnum vinna en nú þegar hafa tæplega þrjátíu listamenn sýnt í Boxinu eða komið að uppá-komum á vegum þess. Fyrsta sýningin sem sett var upp í Boxinu var unnin af Aðalheiði Eysteinsdóttur en hún var með vinnustofu á staðnum ásamt eiginmanni sínum Jóni Laxdal áður en rýminu var breytt í gallerý. Nú þegar hafa hin ólíkustu sköpunarverk ratað inn í boxið enda segjast aðstandendurnir jafnan leitast við að bjóða ólíkum listamönnum að sýna. „Listafólkið vinnur yfirleitt bara með Boxið en það er mikil ögrun fyrir það að vinna með svona lítið rými. Þetta hefur heppnast ótrúlega vel," útskýrir Hanna. Hún segir að þær stöllur hafi alla tíð verið heppnar með samstarfsfólk og listamenn og starfið gangi nú vonum framar - galleríið hefur vakið töluverða athygli fyrir forvitnilegar og ferskar sýningar og ásóknin er góð. „Það er ákveðinn kjarni sem mætir alltaf á sýningarnar hjá okkur," segir Karen og Hanna bætir við að ákveðin hefð sé komin á það að bjóða upp á léttan mat á opnunum. „Þá skapast svolítið öðruvísi stemmning og fólk nennir frekar að staldra við og spjalla. Það er mjög heimilislegt hérna hjá okkur." Listagilið á Akureyri iðar af lífi en í sama húsi og GalleriBOX er gallerí Jónasar Viðars og í kjallaranum starfar Populus Tremula þar sem staðið er fyrir ýmiss konar uppákomum, til dæmis tónleikum og bókmenntadagskrám. Við hliðina er Listasafn Akureyrar og þar á móti Café Karolína þar sem staðið er fyrir reglulegu sýningarhaldi. Fjölmargir listamenn úr ólíkum greinum eru með vinnustofur á þessum slóðum og segja þær stöllur það alveg víst að starfsemi sem þessi styðji hver við aðra. Verk alex Gross prýðir boxið og nágrenni þessa dagana.Mynd/heiða.is Talið berst að menningarhúsi Akureyringa sem nú er verið að reisa á Eyrinni og áætlað er að opna í árslok 2008. Hanna segist ekki eiga von á því að grasrótin fái inni í því húsi. „Auðvitað vonast allir til þess að þar verði öflugt og gott starf sem nýtast muni öllum listgreinum. Það er gaman að fylgjast með því hvernig Akureyri er að verða meiri menningarbær - hingað koma margir ferðamenn og listamenn staldra hérna við, sem er mjög gott fyrir okkur." Gitte Nilsen gekk nýlega til liðs við GalleriBOX. Hún leggur áherslu á að starfsemi í slíku menningarhúsi þurfi að vera fjölbreytt og stefna þess hugrökk. „Það væri gaman ef hægt yrði að bjóða þangað listamönnum eða viðburðum sem ekki eru eingöngu hefðbundin," segir hún. „Fólk má ekki hræðast að taka áhættu. Það þarf ekki alltaf að gera öllum til hæfis í einu - það er búið, það er ekki lengur í tísku. Meðalmennska er aðeins áhugaverð í skamman tíma og skilur ekki mikið eftir sig." Gitte segir að áhorfendur nú séu betur búnir undir nýjungar en áður. „Það sannast til dæmis á Leikfélagi Akureyrar. Þar var tekin mikil áhætta en svo líkaði flestum breytingin og nú sækja fleiri áhorfendur leikhúsið." Þýski myndlistarmaðurinn Axel Gross sýnir verk sín í Galleribox um þessar mundir og stendur sýning hans til 4. febúrar. Nánari upplýsingar um starfsemi galleríssins má finna á heimasíðu þess, www.galleribox.blogspot.com.
Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira