Unnið með almenna ógæfu 16. janúar 2007 03:00 Kolbeinn Hugi Höskuldsson myndlistarmaður er fluttur inn í Nýlistasafnið ásamt félögum sínum. Þar er nú hægt að upplifa hugarheim fíkilsins. Myndlistarmaðurinn Kolbeinn Hugi Höskuldsson heldur óvenjulega sýningu í Nýlistasafninu um þessar mundir. Yfirskrift hennar er „Still drinking about you“ en þar veitir hann gestum sínum „einstakt tækifæri til að skyggnast inn í íveru listamannsins jafnframt því að fjalla á fordómalausan hátt um sjúkan hugarheim fíkilsins“. Þetta er fyrsta stóra einkasýning Kolbeins, sem segist hafa unnið talsvert með „almenna ógæfu“ í verkum sínum undanfarið. Tildrög sýningarinnar rekur Kolbeinn til fjölmiðlaumfjöllunar um sitt eigið heimili, en húsið sem hann býr í komst í fréttirnar fyrir nokkru og var í Kastljósþætti bendlað við skuggalegri hliðar borgarlífsins. Kolbeinn hefur nú flutt inn í Nýlistasafnið ásamt samleigjendum sínum og vinum, Elvari og Jóni Pálmari, og munu þeir dvelja þar og búa „í sýningunni“ um helgar. „Það mætti segja að allt væri til sýnis en við erum samt ekki að reyna að skapa neina „Big Brother-stemmningu,“ segir Kolbeinn Hugi. „Fólk getur komið og skoðað okkur ef það vill en við erum frekar að reyna að skapa heimilislega íslenska partí-stemmningu.“ Kolbeinn kveðst vera búinn að breyta Nýlistasafninu í „dóp-fantasíu“ með tilheyrandi innanstokksmunum og eru áhugasamir hvattir til þess að kíkja í heimsókn. Nýlistasafnið er opið virka daga milli klukkan 13 og 17 en um helgar er opið til miðnættis. Næstu laugardaga verða líka skipulagðar uppákomur kl. 21 þar sem óhljóðatvíeykið Snatan Últra kemur mögulega við sögu. „Það er frekar ungt band,“ útskýrir Kolbeinn, „þeir hafa bara spilað svona þrisvar eða fjórum sinnum á tónleikum áður. Ég myndi segja að þetta væri „vondasta“ band á Íslandi - það er einn trommuleikari og annar sem spilar á stereó-græjur.“ Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Myndlistarmaðurinn Kolbeinn Hugi Höskuldsson heldur óvenjulega sýningu í Nýlistasafninu um þessar mundir. Yfirskrift hennar er „Still drinking about you“ en þar veitir hann gestum sínum „einstakt tækifæri til að skyggnast inn í íveru listamannsins jafnframt því að fjalla á fordómalausan hátt um sjúkan hugarheim fíkilsins“. Þetta er fyrsta stóra einkasýning Kolbeins, sem segist hafa unnið talsvert með „almenna ógæfu“ í verkum sínum undanfarið. Tildrög sýningarinnar rekur Kolbeinn til fjölmiðlaumfjöllunar um sitt eigið heimili, en húsið sem hann býr í komst í fréttirnar fyrir nokkru og var í Kastljósþætti bendlað við skuggalegri hliðar borgarlífsins. Kolbeinn hefur nú flutt inn í Nýlistasafnið ásamt samleigjendum sínum og vinum, Elvari og Jóni Pálmari, og munu þeir dvelja þar og búa „í sýningunni“ um helgar. „Það mætti segja að allt væri til sýnis en við erum samt ekki að reyna að skapa neina „Big Brother-stemmningu,“ segir Kolbeinn Hugi. „Fólk getur komið og skoðað okkur ef það vill en við erum frekar að reyna að skapa heimilislega íslenska partí-stemmningu.“ Kolbeinn kveðst vera búinn að breyta Nýlistasafninu í „dóp-fantasíu“ með tilheyrandi innanstokksmunum og eru áhugasamir hvattir til þess að kíkja í heimsókn. Nýlistasafnið er opið virka daga milli klukkan 13 og 17 en um helgar er opið til miðnættis. Næstu laugardaga verða líka skipulagðar uppákomur kl. 21 þar sem óhljóðatvíeykið Snatan Últra kemur mögulega við sögu. „Það er frekar ungt band,“ útskýrir Kolbeinn, „þeir hafa bara spilað svona þrisvar eða fjórum sinnum á tónleikum áður. Ég myndi segja að þetta væri „vondasta“ band á Íslandi - það er einn trommuleikari og annar sem spilar á stereó-græjur.“
Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira