Mannamyndir á söfnum 13. janúar 2007 13:30 Clark-hjónin og kötturinn Percy eftir David Hockney er meðal þeirra verka sem nú eru uppi í National Portrait Gallery í London. Þrjár stórsýningar hafa verið uppi í London á þessu hausti: Mannamyndasýningu Þjóðverjans Hans Holbein (1497/98-1543) lauk í Tate-safninu síðasta sunnudag. Þar gat að líta frægustu mannamyndir þyska málarans: Thomas More, Jane Seymour, eru þar á meðal en Holbein gerði margar fleiri myndir af mektarmönnum á valdatíma Hinriks áttunda í Bretlandi, enda vann hann við hirðina sem málari og stílisti. Sýningar á mannamyndum spænska málarans Velázquez (1599-1660) verður uppi á National Gallery til 21. janúar. Hann var ættaður frá Sevilla en vann mest við hirð Filipusar fjórða. Hann var mikill meistari sjónblekkinga sem síðar ollu bæði raunsæismálurum og impressjónistum heilabrotum. Myndirnar á National eru nær helmingur varðveittra verka hans og eru fenginar að láni frá Prado-safninu. Verður bið á því að þær ferðist mikið eftir að þeim er skilað sökum kostnaðar. Þetta er því einstakt tækifæri sem gefst til að sjá þær. Í lok þriðju viku lýkur einnig mannamyndasýningu Davids Hockney á National Portrait Gallery. Þó að Hockney teljist óvírætt til kynslóðar bresku popparanna hefur hann frá fyrstu tíð verið óhemju afkastamikill mannamyndamálari, bæði með olíu, pastel, penslum og lit. Að ógleymdum ljósmyndum sem hann hefur notað mikið í seinni tíð. Hög hönd hans dregur fram aðstæður og persónur af mikilli list. Samfara þessum þremur sýningum mannamynda eru söfnin með útgáfur sem auðveldlega má nálgast í vefbúðum þeim tengdum. Mannamyndir hafa á tímum ljósmyndarinnar verið víkjandi iðn, því sumir vilja ekki kenna þá iðkun til lista. Hér hafa þó verið óhemju afkastamiklir portrett-málarar, Örlygur Sigurðsson, Sigurður Sigurðsson og Baltasar. Ýmis merki eru uppi að víða um lönd sé mannamyndin aftur í uppsveiflu og hafa menn kennt um aldri og velsæld millistéttar og nýríkum efristéttum. Enn hafa ekki komið fram hér á landi málarar sem einbeita sér að portretti en X-kynslóðin, krúttin og upparnir, svo ekki sé talað um 68-kynslóðina, eru nægilega einstaklingssinnuð og sjálfupptekin til að taka slíkri túlkun persónuleika fagnandi – finnist sá málari. Enn hefur ekki verið hóað í einhverskonar yfirlit mannamynda hér á landi af stóru söfnunum. Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Nældi sér í einn umdeildan Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Þrjár stórsýningar hafa verið uppi í London á þessu hausti: Mannamyndasýningu Þjóðverjans Hans Holbein (1497/98-1543) lauk í Tate-safninu síðasta sunnudag. Þar gat að líta frægustu mannamyndir þyska málarans: Thomas More, Jane Seymour, eru þar á meðal en Holbein gerði margar fleiri myndir af mektarmönnum á valdatíma Hinriks áttunda í Bretlandi, enda vann hann við hirðina sem málari og stílisti. Sýningar á mannamyndum spænska málarans Velázquez (1599-1660) verður uppi á National Gallery til 21. janúar. Hann var ættaður frá Sevilla en vann mest við hirð Filipusar fjórða. Hann var mikill meistari sjónblekkinga sem síðar ollu bæði raunsæismálurum og impressjónistum heilabrotum. Myndirnar á National eru nær helmingur varðveittra verka hans og eru fenginar að láni frá Prado-safninu. Verður bið á því að þær ferðist mikið eftir að þeim er skilað sökum kostnaðar. Þetta er því einstakt tækifæri sem gefst til að sjá þær. Í lok þriðju viku lýkur einnig mannamyndasýningu Davids Hockney á National Portrait Gallery. Þó að Hockney teljist óvírætt til kynslóðar bresku popparanna hefur hann frá fyrstu tíð verið óhemju afkastamikill mannamyndamálari, bæði með olíu, pastel, penslum og lit. Að ógleymdum ljósmyndum sem hann hefur notað mikið í seinni tíð. Hög hönd hans dregur fram aðstæður og persónur af mikilli list. Samfara þessum þremur sýningum mannamynda eru söfnin með útgáfur sem auðveldlega má nálgast í vefbúðum þeim tengdum. Mannamyndir hafa á tímum ljósmyndarinnar verið víkjandi iðn, því sumir vilja ekki kenna þá iðkun til lista. Hér hafa þó verið óhemju afkastamiklir portrett-málarar, Örlygur Sigurðsson, Sigurður Sigurðsson og Baltasar. Ýmis merki eru uppi að víða um lönd sé mannamyndin aftur í uppsveiflu og hafa menn kennt um aldri og velsæld millistéttar og nýríkum efristéttum. Enn hafa ekki komið fram hér á landi málarar sem einbeita sér að portretti en X-kynslóðin, krúttin og upparnir, svo ekki sé talað um 68-kynslóðina, eru nægilega einstaklingssinnuð og sjálfupptekin til að taka slíkri túlkun persónuleika fagnandi – finnist sá málari. Enn hefur ekki verið hóað í einhverskonar yfirlit mannamynda hér á landi af stóru söfnunum.
Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Nældi sér í einn umdeildan Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira