Þúsund tonn og hörkusamkeppni 28. desember 2006 18:43 Í morgun hófst flugeldasala fyrir áramótin þegar sölustaðir opnuðu víða um land. Tæp þúsund tonn af flugeldum voru flutt til landsins fyrir þessi áramót og má gera ráð fyrir að rúmlega fimm hundruð þúsund flugeldum verði skotið á loft um áramótin. Á fimmta tug smásölustaða eru í Reykjavík fyrir þessi áramót þar af eru einkaaðilar með um tuttugu staði, og samkeppnin er hörð. Í fyrra var flugeldasala umfram væntingar og er talið að hún hafi hlaupið á rúmlega hálfum milljarði. Eins og fyrri ár er gert ráð fyrir salan aukist og talan verði enn hærri í ár. Gylfi Sævarsson formaður Flugbjörgunarsveinarinnar Ársæls segir einkaaðila reyna að komast inn á kúnnahóp Landsbjargar með því að líkja eftir litavali skilta, auglýsinga og blikkljósa. Flugbjörgunarsveitin Ársæll er með flugeldasölu í Grandagarði. Um nokkura ára skeið hefur þeim fundist einkaaðili í nágrenninu þrengja óþægilegaað þeim en nú er keyri um þverbak þar sem hann sé kominn í næsta hús. Gylfi segist hafa fengið ábendingar frá fólki eftir áramót að það héldi að það væri að kaupa af björgunarsveit, en var í raun að kaupa af einkaaðila. Einar Ólafsson flugeldasali rekur þrettán flugeldasölur. Hann hafnar því að reyna að líkja eftir landsbjörgu og segir stefnuna hjá sér að vera öðruvísi en björgunarsveitirnar. Hann er hlynntur samkeppni og segir það sjónarmið útaf fyrir sig að Landsbjörg og önnur félagasamtök fái að sitja ein að þessum markaði. "Er ekki Bónus og Hagkaup hlið við hlið, og Krónan á móti? Ég sé engan mun á því." Gylfi segir flugeldasöluna vera aðaltekjulind björgunarsveitanna enda hafi þær átt upphafið af þessari hefð. Hann segir nóg að vera í samkeppni við önnur félagasamtök, en finnst einkaaðilarnir færa sig um of upp á skaftið. Fréttir Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira
Í morgun hófst flugeldasala fyrir áramótin þegar sölustaðir opnuðu víða um land. Tæp þúsund tonn af flugeldum voru flutt til landsins fyrir þessi áramót og má gera ráð fyrir að rúmlega fimm hundruð þúsund flugeldum verði skotið á loft um áramótin. Á fimmta tug smásölustaða eru í Reykjavík fyrir þessi áramót þar af eru einkaaðilar með um tuttugu staði, og samkeppnin er hörð. Í fyrra var flugeldasala umfram væntingar og er talið að hún hafi hlaupið á rúmlega hálfum milljarði. Eins og fyrri ár er gert ráð fyrir salan aukist og talan verði enn hærri í ár. Gylfi Sævarsson formaður Flugbjörgunarsveinarinnar Ársæls segir einkaaðila reyna að komast inn á kúnnahóp Landsbjargar með því að líkja eftir litavali skilta, auglýsinga og blikkljósa. Flugbjörgunarsveitin Ársæll er með flugeldasölu í Grandagarði. Um nokkura ára skeið hefur þeim fundist einkaaðili í nágrenninu þrengja óþægilegaað þeim en nú er keyri um þverbak þar sem hann sé kominn í næsta hús. Gylfi segist hafa fengið ábendingar frá fólki eftir áramót að það héldi að það væri að kaupa af björgunarsveit, en var í raun að kaupa af einkaaðila. Einar Ólafsson flugeldasali rekur þrettán flugeldasölur. Hann hafnar því að reyna að líkja eftir landsbjörgu og segir stefnuna hjá sér að vera öðruvísi en björgunarsveitirnar. Hann er hlynntur samkeppni og segir það sjónarmið útaf fyrir sig að Landsbjörg og önnur félagasamtök fái að sitja ein að þessum markaði. "Er ekki Bónus og Hagkaup hlið við hlið, og Krónan á móti? Ég sé engan mun á því." Gylfi segir flugeldasöluna vera aðaltekjulind björgunarsveitanna enda hafi þær átt upphafið af þessari hefð. Hann segir nóg að vera í samkeppni við önnur félagasamtök, en finnst einkaaðilarnir færa sig um of upp á skaftið.
Fréttir Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira