Fengu allir hamborgarhrygg í jólamatinn? 27. desember 2006 18:30 Tollalækkun vegna fyrirsjáanlegs skorts á hamborgarhryggjum fyrir jólin jafngilti höfnun, að mati talsmanna Bónuss. Fyrirsjáanlegur skortur var á hamborgarhryggjum í jólamatinn strax í haust, segja forsvarsmenn Bónuss og Nóatúns. Leyfi til innflutnings fékkst - á ofurtollum sem hefðu skilað stórfelldu tapi, segir Jóhannes í Bónus. Framboð á svínahryggjum var meira en í fyrra, segir landbúnaðarráðuneytið. Strax í október bað dótturfyrirtæki Bónuss, Ferskar kjötvörur, um leyfi fyrir innflutningi á svínahryggjum fyrir jólin, taldi fyrirséð að 25-30 tonn vantaði upp á til að anna eftirspurn en Bónus selur um 60-70 tonn af hamborgarhryggjum fyrir jólin. Leyfið var veitt í nóvember með reglugerð sem lækkaði tolla um 40 prósent frá tollskrá. "Það var engan veginn nægileg lækkun til þess að við gætum verið með sambærileg verð og voru á íslensku vörunni," segir Jóhannes í Bónus. Ólafur Friðriksson, skrifstofustjóri í Landbúnaðarráðuneytinu, segir hins vegar áhöld hafa verið um hvort nokkur skortur væri yfirvofandi. "Verslunin hélt því fram að það væri skortur en þegar ráðuneytið hefur samband við framleiðendur, segja þær að það sé nægilegt framboð og mun meira framboð núna en á sama tíma í fyrra." Með 18% tolli, 465 króna magntolli, álagningu og kostnað við reykingu, söltun og pökkun hefði innfluttur hryggur kostað út úr búð um 1800 kílóið, sem er rösklega tvöfalt hærra en lægstu verð í Bónus og Krónunni þar sem hryggirnir voru seldir frá tæplega 800 krónum á kílóið. Miðað við þessa tollalækkun, segir Jóhannes, hefðu hryggir ekki verið fluttir inn í nokkrum mæli nema með stórfelldu tapi. "Eins og fram hefur komið hefur svínakjöt hækkað um 23% á milli ára, sem er eingöngu gert í skjóli skorts." Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Fyrirsjáanlegur skortur var á hamborgarhryggjum í jólamatinn strax í haust, segja forsvarsmenn Bónuss og Nóatúns. Leyfi til innflutnings fékkst - á ofurtollum sem hefðu skilað stórfelldu tapi, segir Jóhannes í Bónus. Framboð á svínahryggjum var meira en í fyrra, segir landbúnaðarráðuneytið. Strax í október bað dótturfyrirtæki Bónuss, Ferskar kjötvörur, um leyfi fyrir innflutningi á svínahryggjum fyrir jólin, taldi fyrirséð að 25-30 tonn vantaði upp á til að anna eftirspurn en Bónus selur um 60-70 tonn af hamborgarhryggjum fyrir jólin. Leyfið var veitt í nóvember með reglugerð sem lækkaði tolla um 40 prósent frá tollskrá. "Það var engan veginn nægileg lækkun til þess að við gætum verið með sambærileg verð og voru á íslensku vörunni," segir Jóhannes í Bónus. Ólafur Friðriksson, skrifstofustjóri í Landbúnaðarráðuneytinu, segir hins vegar áhöld hafa verið um hvort nokkur skortur væri yfirvofandi. "Verslunin hélt því fram að það væri skortur en þegar ráðuneytið hefur samband við framleiðendur, segja þær að það sé nægilegt framboð og mun meira framboð núna en á sama tíma í fyrra." Með 18% tolli, 465 króna magntolli, álagningu og kostnað við reykingu, söltun og pökkun hefði innfluttur hryggur kostað út úr búð um 1800 kílóið, sem er rösklega tvöfalt hærra en lægstu verð í Bónus og Krónunni þar sem hryggirnir voru seldir frá tæplega 800 krónum á kílóið. Miðað við þessa tollalækkun, segir Jóhannes, hefðu hryggir ekki verið fluttir inn í nokkrum mæli nema með stórfelldu tapi. "Eins og fram hefur komið hefur svínakjöt hækkað um 23% á milli ára, sem er eingöngu gert í skjóli skorts."
Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira