Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var virkilega ánægður með frammistöðu sinna manna í 6-2 sigurleiknum á Blackburn í gær. Wenger sagði að áhorfendum á Emirates-leikvanginum hefði verið skemmt.
"Þið getið sakað mig um margt en ekki um að við spilum leiðinlegan fótbolta á heimavelli," sagði Wenger við enska fjölmiðla eftir leikinn.
"Liðið spilaði magnaðan fótbolta á köflum og það var yndislegt að fylgjast með leikmönnunum. Mér fannst hraðinn í sóknartilburðum okkar með ólíkindum og ég er gríðarlega sáttur með þessa frammistöðu," sagði Wenger og sparaði ekki stóru orðin.