Ungir ökumenn orsaka fjölda banaslysa 17. desember 2006 18:50 Ungir ökumenn eiga stóran þátt í alvarlegustu umferðarslysunum sem orðið hafa á þessu ári. Upplýsingafulltrúi Umferðarstofu kallar eftir ábyrgð foreldra í þessum efnum.Þrjátíu manns á aldrinum fimm til áttatíu og átta ára hafa látist í 27 umferðarslysum það sem af er árinu 2006. Þetta er mesti fjöldi banaslysa síðan árið 2000 þegar 32 létust.Einar Magnús Magnússon upplýsingafulltrúi Umferðarstofu segir þar á bæ hafi menn ekki séð eins mikið um að orsök umferðarslysa sé einfaldlega leikaraskapur.Einar vill taka fram að ekkert liggur fyrir um orsök banaslyssins sem varð í gær.Áhættuhegðun á stóran þátt í mörgum banaslysum á árinu, en það vekur athygli að í sjö tilfellum voru bílbelti ekki notuð.Þrátt fyrir að notkun öryggisbelta hafi aukist á undanförnum árum segir Einar skort á notkun öryggisbelta vera einn stærsta orsakavald í alvarlegum umferðarslysum. Hann leggur áherslu á að hvort um sé að ræða stuttar eða langar vegalengdir, í fram eða aftursæti, séu þeir sem ekki noti bílbelti í margfalt meiri lífshættu, en aðrir í umferðinni.Ísland er í hópi þeirra landa þar sem mest jákvæð þróun hefur átt sér stað í umferðaröryggismálum á síðustu fimm árum. Einar segir að sveiflan á árinu valdi þess vegna miklum vonbrigðum.Einar segir unga ökumenn eiga mjög stóran þátt í alvarlegustu umferðarslysunum á þessu ári, og það verði að skoða alvarlega. Hann kallar eftir ábyrgð foreldra í þeim efnum. Fréttir Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Ungir ökumenn eiga stóran þátt í alvarlegustu umferðarslysunum sem orðið hafa á þessu ári. Upplýsingafulltrúi Umferðarstofu kallar eftir ábyrgð foreldra í þessum efnum.Þrjátíu manns á aldrinum fimm til áttatíu og átta ára hafa látist í 27 umferðarslysum það sem af er árinu 2006. Þetta er mesti fjöldi banaslysa síðan árið 2000 þegar 32 létust.Einar Magnús Magnússon upplýsingafulltrúi Umferðarstofu segir þar á bæ hafi menn ekki séð eins mikið um að orsök umferðarslysa sé einfaldlega leikaraskapur.Einar vill taka fram að ekkert liggur fyrir um orsök banaslyssins sem varð í gær.Áhættuhegðun á stóran þátt í mörgum banaslysum á árinu, en það vekur athygli að í sjö tilfellum voru bílbelti ekki notuð.Þrátt fyrir að notkun öryggisbelta hafi aukist á undanförnum árum segir Einar skort á notkun öryggisbelta vera einn stærsta orsakavald í alvarlegum umferðarslysum. Hann leggur áherslu á að hvort um sé að ræða stuttar eða langar vegalengdir, í fram eða aftursæti, séu þeir sem ekki noti bílbelti í margfalt meiri lífshættu, en aðrir í umferðinni.Ísland er í hópi þeirra landa þar sem mest jákvæð þróun hefur átt sér stað í umferðaröryggismálum á síðustu fimm árum. Einar segir að sveiflan á árinu valdi þess vegna miklum vonbrigðum.Einar segir unga ökumenn eiga mjög stóran þátt í alvarlegustu umferðarslysunum á þessu ári, og það verði að skoða alvarlega. Hann kallar eftir ábyrgð foreldra í þeim efnum.
Fréttir Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira