Barcelona tapaði úrslitaleiknum

Barcelona tapaði í morgun 1-0 fyrir brasilíska liðinu Internacional í úrslitaleik heimsmeistaramóts félagsliða í Japan. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona en var skipt af velli undir lokin. HM titill félagsliða er því enn eini titillinn sem katalónska félagið hefur ekki náð að krækja í til þessa.