United fær leikheimild fyrir Fangzhou

Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United hefur nú loks fengið leikheimild fyrir kínverska landsliðsmanninn Dong Fangzhou, en hann skrifaði undir samning við félagið í janúar árið 2004. Fangzhou hefur verið í láni hjá belgíska liðinu Antwerpen en hinn 21 árs gamli framherji fær nú loksins tækifæri til að sanna sig á Englandi í janúar.