Birgir Leifur Hafþórsson lauk fyrsta keppnisdeginum á SA Airways mótinu í golfi á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari í dag. Mótið fer fram í Suður-Afríku og er hluti af evrópsku mótaröðinni. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beinar útsendingar frá mótinu næstu daga.
Birgir Leifur á tveimur yfir pari
