Wenger fær sekt og aðvörun

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur verið sektaður um 10.000 pund og fékk sterka áminningu um að gæta hegðunar sinnar í framtíðinni eftir að hann réðst að Alan Pardew, þáverandi knattspyrnustjóra West Ham, í leik í byrjun nóvember. Pardew á enn yfir höfði sér refsingu fyrir sinn þátt í málinu.