Sveitarfélögin þurfa að efla aðstoð við fátæka 13. desember 2006 18:12 Sveitarfélögin verða að taka sig á í aðstoð sinni við fátæka. Þetta er mat fjármálaráðherra sem efast jafnframt um mælistiku OECD á fátækt, segir hana mæla tekjudreifingu en ekki fátækt. Fjármálaráðherra boðaði fund í dag í tilefni af umræðu um fátækt á Íslandi eftir að birt var skýrsla sem sýndi að 4634 börn í tæplega þrjú þúsund fjölskyldum byggju við fátækt hér á landi. "Ég er ekkert að bera brigður á skýrsluna," segir Árni Mathiesen fjármálaráðherra. "En hún er ákveðið sjónarhorn og ég held að við þurfum að hafa önnur sjónarhorn líka í huga."Aðrar mælistikur gætu sýnt að fleiri eða færri lentu undir fátækramörkum, segir Árni. Fátækt á Íslandi þurfi að skoða í víðtækara samhengi en út frá þessari skýrslu. Tölurnar í henni séu tveggja ára gamlar og ýmsar breytingar verið gerðar að undanförnu, meðal annars munu skerðingamörk barnabóta hafa hækkað um 50% á tveimur árum frá næstu áramótum. Árni segir áhugavert að vita hverju þessar breytingar munu skila.Á fundinum benti ráðherra á sveitarfélögin og taldi öryggisnet þeirra gisið í ljósi þess að einstaklingur - eða einstætt foreldri - sem er með meira en tæpar 88 þúsund krónur í tekjur á mánuði fengi enga aðstoð frá sveitarfélögunum. Hins væri ríkið að standa sig nokkuð vel eins og dæmi sem tekin voru á fundinum af þremur bótaþegum með mismunandi fjölskylduaðstæður. Í þeim dæmum lenti enginn bótaþeganna undir fátækramörkum samkvæmt skilgreiningu OECD. "Ég efast ekki um að þeir séu í erfiðleikum þannig að ég held að í sumum tilfellum sé þetta ekki tekjuvandamál heldur útgjaldavandamál. Og það er miklu erfiðara fyrir kerfið að taka á slíku vandamáli."Aðspurður hvort það væri markmið ríkisstjórnarinnar að útrýma fátækt svaraði ráðherra; "Markmið ríkisstjórnarinnar er að bæta kjör allra þjóðfélagsþegna eins og við mögulega getum." Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Sveitarfélögin verða að taka sig á í aðstoð sinni við fátæka. Þetta er mat fjármálaráðherra sem efast jafnframt um mælistiku OECD á fátækt, segir hana mæla tekjudreifingu en ekki fátækt. Fjármálaráðherra boðaði fund í dag í tilefni af umræðu um fátækt á Íslandi eftir að birt var skýrsla sem sýndi að 4634 börn í tæplega þrjú þúsund fjölskyldum byggju við fátækt hér á landi. "Ég er ekkert að bera brigður á skýrsluna," segir Árni Mathiesen fjármálaráðherra. "En hún er ákveðið sjónarhorn og ég held að við þurfum að hafa önnur sjónarhorn líka í huga."Aðrar mælistikur gætu sýnt að fleiri eða færri lentu undir fátækramörkum, segir Árni. Fátækt á Íslandi þurfi að skoða í víðtækara samhengi en út frá þessari skýrslu. Tölurnar í henni séu tveggja ára gamlar og ýmsar breytingar verið gerðar að undanförnu, meðal annars munu skerðingamörk barnabóta hafa hækkað um 50% á tveimur árum frá næstu áramótum. Árni segir áhugavert að vita hverju þessar breytingar munu skila.Á fundinum benti ráðherra á sveitarfélögin og taldi öryggisnet þeirra gisið í ljósi þess að einstaklingur - eða einstætt foreldri - sem er með meira en tæpar 88 þúsund krónur í tekjur á mánuði fengi enga aðstoð frá sveitarfélögunum. Hins væri ríkið að standa sig nokkuð vel eins og dæmi sem tekin voru á fundinum af þremur bótaþegum með mismunandi fjölskylduaðstæður. Í þeim dæmum lenti enginn bótaþeganna undir fátækramörkum samkvæmt skilgreiningu OECD. "Ég efast ekki um að þeir séu í erfiðleikum þannig að ég held að í sumum tilfellum sé þetta ekki tekjuvandamál heldur útgjaldavandamál. Og það er miklu erfiðara fyrir kerfið að taka á slíku vandamáli."Aðspurður hvort það væri markmið ríkisstjórnarinnar að útrýma fátækt svaraði ráðherra; "Markmið ríkisstjórnarinnar er að bæta kjör allra þjóðfélagsþegna eins og við mögulega getum."
Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira