Shevchenko mun aldrei leika vel á Englandi 12. desember 2006 17:30 Shevchenko á ekki sjö dagana sæla á Englandi í vetur NordicPhotos/GettyImages Tony Cascarino, fyrrum leikmaður Chelsea, segir að Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko muni aldrei ná sér á strik með Chelsea og segir að ferill hans verði rjúkandi rúst ef hann komi sér ekki frá Englandi. Shevchenko hefur skoraði 4 mörk í 19 leikjum í öllum keppnum með Chelsea í vetur eftir að hafa verið einn besti - ef ekki besti - framherji heimsins undanfarinn áratug. Cascarino spilaði á sínum tíma í nær tvo áratugi á Englandi og í Frakklandi og hann segir að Shevchenko sé í mjög vondum málum. "Ég er viss um að Shevchenko nær aldrei að sýna sitt rétta andlit á Englandi og ég hef trú á því að stærsta vandamál hans sé á andlega sviðinu. Mér sýnist hann hreinlega vanta allt sjálfstraust og það hefur sýnt sig að það getur komið fyrir þá bestu eins og aðra. Hann er eins og lítill og hræddur strákur úti á vellinum og sjálfstraust hans er í molum - nokkuð sem maður á ekki von á að sjá frá slíkum leikmanni. Það hefur reynst honum erfitt að fóta sig á Englandi og það er auðvitað hægt að koma upp með góðar afsakanir fyrir hann - en mergurinn málsins er sá að væntingarnar til hans verða alltaf gríðarlegar. Ekki bara frá okkur, heldur einnig frá honum sjálfum - og því lengur sem það viðgengst, því erfiðara verður allt fyrir hann. Það er gríðarlega erfitt að rífa sig upp þegar mótlætið hefur verið svona mikið svona lengi og bara fyrir nokkrum dögum var Mourinho knattspyrnustjóri að lýsa því yfir að Shevchenko væri ekki einn af þeim leikmönnum sem hann telji ósnertanlega í hóp sínum. Hvernig haldið þið að hann bregðist við þessu?" sagði Cascarino í samtali við vef Eurosport. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Tony Cascarino, fyrrum leikmaður Chelsea, segir að Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko muni aldrei ná sér á strik með Chelsea og segir að ferill hans verði rjúkandi rúst ef hann komi sér ekki frá Englandi. Shevchenko hefur skoraði 4 mörk í 19 leikjum í öllum keppnum með Chelsea í vetur eftir að hafa verið einn besti - ef ekki besti - framherji heimsins undanfarinn áratug. Cascarino spilaði á sínum tíma í nær tvo áratugi á Englandi og í Frakklandi og hann segir að Shevchenko sé í mjög vondum málum. "Ég er viss um að Shevchenko nær aldrei að sýna sitt rétta andlit á Englandi og ég hef trú á því að stærsta vandamál hans sé á andlega sviðinu. Mér sýnist hann hreinlega vanta allt sjálfstraust og það hefur sýnt sig að það getur komið fyrir þá bestu eins og aðra. Hann er eins og lítill og hræddur strákur úti á vellinum og sjálfstraust hans er í molum - nokkuð sem maður á ekki von á að sjá frá slíkum leikmanni. Það hefur reynst honum erfitt að fóta sig á Englandi og það er auðvitað hægt að koma upp með góðar afsakanir fyrir hann - en mergurinn málsins er sá að væntingarnar til hans verða alltaf gríðarlegar. Ekki bara frá okkur, heldur einnig frá honum sjálfum - og því lengur sem það viðgengst, því erfiðara verður allt fyrir hann. Það er gríðarlega erfitt að rífa sig upp þegar mótlætið hefur verið svona mikið svona lengi og bara fyrir nokkrum dögum var Mourinho knattspyrnustjóri að lýsa því yfir að Shevchenko væri ekki einn af þeim leikmönnum sem hann telji ósnertanlega í hóp sínum. Hvernig haldið þið að hann bregðist við þessu?" sagði Cascarino í samtali við vef Eurosport.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira