Bann Henchoz stendur

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins vísaði í dag frá áfrýjun Blackburn á rauða spjaldið sem varnarmaðurinn Stephane Henchoz fékk að líta í leik gegn Newcastle á laugardaginn. Henchoz fer því í eins leiks bann og missir af leik gegn Reading umnæstu helgi.