Curbishley sterklega orðaður við West Ham

Knattspyrnustjórinn Alan Curbishley hefur viðurkennt að hann hafi mikinn áhuga á að taka við liði West Ham, en hann staðfesti í dag að forráðamenn félagsins hefðu verið í sambandi við sig. Curbishley spilaði með West Ham sem leikmaður á áttunda áratugnum og segir að það yrði "mikill heiður" fyrir sig ef honum yrði boðið starfið.