Arsenal slapp með skrekkinn 10. desember 2006 17:56 Didier Drogba var sjálfum sér til háborinnar skammar með háttalagi sínu í leiknum í dag, en það stóð sem betur fer í skugganum af stórkostlegu marki Michael Essien NordicPhotos/GettyImages Ekki verður annað sagt en að Arsenal hafi verið með heilladísirnar á sínu bandi í dag þegar liðið náði 1-1 jafntefli við Chelsea á Stamford Bridge. Chelsea hafði mikla yfirburði í leiknum en þurfti engu að síður á einu af mörkum ársins að halda frá Michael Essien til að jafna leikinn eftir að Matthieu Flamini hafði komið Arsenal yfir. Chelsea var eins og fyrr segir miklu betri aðilinn í dag og átti liðið þrjú skot sem höfnuðu í markstöngunum og einu sinni bjargaði Arsenal á marklínu. Síðari hálfleikurinn var fjörugri en sá fyrri, sérstaklega eftir að Flamini kom Arsenal yfir þvert gegn gangi leiksins á 79. mínútu. Chelsea gerði harða hríð að marki Arsenal eftir það og uppskar jöfnunarmarkið á 84. mínútu þegar Michael Essien skoraði stórkostlegt mark með viðstöðulausu þrumuskoti af 30 metra færi. Sókn Chelsea var mjög þung á lokaaugnablikum leiksins og átti Frank Lampard m.a. skot í stöngina í uppbótartíma eftir að Jens Lehmann gerði slæm mistök í marki Arsenal. Vörn þeirra rauðklæddu var oft á tíðum ansi tæp í dag, en líklega verður að gefa lærisveinum Wengers hrós fyrir að ná að krækja í stig á Stamford Bridge i dag. Didier Drogba og Jens Lehmann tóku góða rimmu í síðari hálfleiknum og uppskáru gul spjöld eftir að hafa ýtt hvor öðrum í grasið í gremju sinni. Sá fyrrnefndi var meira í sviðsljósinu fyrir leikaraskap og leiðindi en knattspyrnu í leiknum og það er hreint út sagt ótrúlegt hvað þessi frábæri knattspyrnumaður getur orðið sér, liði sínu og íþróttinni til skammar með fáránlegu látbragði sínu. Staðan í deildinni eftir leik dagsins er því þannig að Manchester United hefur nú 44 stig í efsta sætinu og Chelsea kemur næst með 36 stig og á leik til góða. Arsenal á einnig leik til góða og situr í 6. sæti deildarinnar. Bæði Arsenal og Chelsea spila leikina sem þau eiga til góða á miðvikudag. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
Ekki verður annað sagt en að Arsenal hafi verið með heilladísirnar á sínu bandi í dag þegar liðið náði 1-1 jafntefli við Chelsea á Stamford Bridge. Chelsea hafði mikla yfirburði í leiknum en þurfti engu að síður á einu af mörkum ársins að halda frá Michael Essien til að jafna leikinn eftir að Matthieu Flamini hafði komið Arsenal yfir. Chelsea var eins og fyrr segir miklu betri aðilinn í dag og átti liðið þrjú skot sem höfnuðu í markstöngunum og einu sinni bjargaði Arsenal á marklínu. Síðari hálfleikurinn var fjörugri en sá fyrri, sérstaklega eftir að Flamini kom Arsenal yfir þvert gegn gangi leiksins á 79. mínútu. Chelsea gerði harða hríð að marki Arsenal eftir það og uppskar jöfnunarmarkið á 84. mínútu þegar Michael Essien skoraði stórkostlegt mark með viðstöðulausu þrumuskoti af 30 metra færi. Sókn Chelsea var mjög þung á lokaaugnablikum leiksins og átti Frank Lampard m.a. skot í stöngina í uppbótartíma eftir að Jens Lehmann gerði slæm mistök í marki Arsenal. Vörn þeirra rauðklæddu var oft á tíðum ansi tæp í dag, en líklega verður að gefa lærisveinum Wengers hrós fyrir að ná að krækja í stig á Stamford Bridge i dag. Didier Drogba og Jens Lehmann tóku góða rimmu í síðari hálfleiknum og uppskáru gul spjöld eftir að hafa ýtt hvor öðrum í grasið í gremju sinni. Sá fyrrnefndi var meira í sviðsljósinu fyrir leikaraskap og leiðindi en knattspyrnu í leiknum og það er hreint út sagt ótrúlegt hvað þessi frábæri knattspyrnumaður getur orðið sér, liði sínu og íþróttinni til skammar með fáránlegu látbragði sínu. Staðan í deildinni eftir leik dagsins er því þannig að Manchester United hefur nú 44 stig í efsta sætinu og Chelsea kemur næst með 36 stig og á leik til góða. Arsenal á einnig leik til góða og situr í 6. sæti deildarinnar. Bæði Arsenal og Chelsea spila leikina sem þau eiga til góða á miðvikudag.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira