Arsenal slapp með skrekkinn 10. desember 2006 17:56 Didier Drogba var sjálfum sér til háborinnar skammar með háttalagi sínu í leiknum í dag, en það stóð sem betur fer í skugganum af stórkostlegu marki Michael Essien NordicPhotos/GettyImages Ekki verður annað sagt en að Arsenal hafi verið með heilladísirnar á sínu bandi í dag þegar liðið náði 1-1 jafntefli við Chelsea á Stamford Bridge. Chelsea hafði mikla yfirburði í leiknum en þurfti engu að síður á einu af mörkum ársins að halda frá Michael Essien til að jafna leikinn eftir að Matthieu Flamini hafði komið Arsenal yfir. Chelsea var eins og fyrr segir miklu betri aðilinn í dag og átti liðið þrjú skot sem höfnuðu í markstöngunum og einu sinni bjargaði Arsenal á marklínu. Síðari hálfleikurinn var fjörugri en sá fyrri, sérstaklega eftir að Flamini kom Arsenal yfir þvert gegn gangi leiksins á 79. mínútu. Chelsea gerði harða hríð að marki Arsenal eftir það og uppskar jöfnunarmarkið á 84. mínútu þegar Michael Essien skoraði stórkostlegt mark með viðstöðulausu þrumuskoti af 30 metra færi. Sókn Chelsea var mjög þung á lokaaugnablikum leiksins og átti Frank Lampard m.a. skot í stöngina í uppbótartíma eftir að Jens Lehmann gerði slæm mistök í marki Arsenal. Vörn þeirra rauðklæddu var oft á tíðum ansi tæp í dag, en líklega verður að gefa lærisveinum Wengers hrós fyrir að ná að krækja í stig á Stamford Bridge i dag. Didier Drogba og Jens Lehmann tóku góða rimmu í síðari hálfleiknum og uppskáru gul spjöld eftir að hafa ýtt hvor öðrum í grasið í gremju sinni. Sá fyrrnefndi var meira í sviðsljósinu fyrir leikaraskap og leiðindi en knattspyrnu í leiknum og það er hreint út sagt ótrúlegt hvað þessi frábæri knattspyrnumaður getur orðið sér, liði sínu og íþróttinni til skammar með fáránlegu látbragði sínu. Staðan í deildinni eftir leik dagsins er því þannig að Manchester United hefur nú 44 stig í efsta sætinu og Chelsea kemur næst með 36 stig og á leik til góða. Arsenal á einnig leik til góða og situr í 6. sæti deildarinnar. Bæði Arsenal og Chelsea spila leikina sem þau eiga til góða á miðvikudag. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira
Ekki verður annað sagt en að Arsenal hafi verið með heilladísirnar á sínu bandi í dag þegar liðið náði 1-1 jafntefli við Chelsea á Stamford Bridge. Chelsea hafði mikla yfirburði í leiknum en þurfti engu að síður á einu af mörkum ársins að halda frá Michael Essien til að jafna leikinn eftir að Matthieu Flamini hafði komið Arsenal yfir. Chelsea var eins og fyrr segir miklu betri aðilinn í dag og átti liðið þrjú skot sem höfnuðu í markstöngunum og einu sinni bjargaði Arsenal á marklínu. Síðari hálfleikurinn var fjörugri en sá fyrri, sérstaklega eftir að Flamini kom Arsenal yfir þvert gegn gangi leiksins á 79. mínútu. Chelsea gerði harða hríð að marki Arsenal eftir það og uppskar jöfnunarmarkið á 84. mínútu þegar Michael Essien skoraði stórkostlegt mark með viðstöðulausu þrumuskoti af 30 metra færi. Sókn Chelsea var mjög þung á lokaaugnablikum leiksins og átti Frank Lampard m.a. skot í stöngina í uppbótartíma eftir að Jens Lehmann gerði slæm mistök í marki Arsenal. Vörn þeirra rauðklæddu var oft á tíðum ansi tæp í dag, en líklega verður að gefa lærisveinum Wengers hrós fyrir að ná að krækja í stig á Stamford Bridge i dag. Didier Drogba og Jens Lehmann tóku góða rimmu í síðari hálfleiknum og uppskáru gul spjöld eftir að hafa ýtt hvor öðrum í grasið í gremju sinni. Sá fyrrnefndi var meira í sviðsljósinu fyrir leikaraskap og leiðindi en knattspyrnu í leiknum og það er hreint út sagt ótrúlegt hvað þessi frábæri knattspyrnumaður getur orðið sér, liði sínu og íþróttinni til skammar með fáránlegu látbragði sínu. Staðan í deildinni eftir leik dagsins er því þannig að Manchester United hefur nú 44 stig í efsta sætinu og Chelsea kemur næst með 36 stig og á leik til góða. Arsenal á einnig leik til góða og situr í 6. sæti deildarinnar. Bæði Arsenal og Chelsea spila leikina sem þau eiga til góða á miðvikudag.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira