Markalaust á Stamford Bridge í hálfleik

Nú hefur verið flautað til leikhlés í leik Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni og er staðan jöfn 0-0. Chelsea hefur verið mun sterkara það sem af er og einu sinni hafa varnarmenn Arsenal bjargað á marklínu og svo átti Frank Lampard skot í stöng. Didier Drogba hefur einnig sett svip sinn á leikinn með óþolandi leikaraskap sínum.