6,6% íslenskra barna býr við fátækt 9. desember 2006 18:15 Á fimmta þúsund íslenskra barna býr við fátækt, samkvæmt nýrri skýrslu sem forsætisráðherra lét taka saman að beiðni þingmanna Samfylkingarinnar. Þetta er óviðunandi ástand, segir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, sem vill meðal annars skoða hækkun barnabóta. Fyrir rúmu ári óskuðu þingmenn Samfylkingarinnar eftir skýrslu um fátækt barna og hag þeirra. Forsætisráðherra skilaði skýrslunni í gærkvöldi en þar kemur fram að árið 2004 hafi 4634 börn búið við fátækt á Íslandi - miðað við reiknireglur OECD. Þetta eru 6,6% allra íslenskra barna - eða 6,3% ef námslán eru reiknuð sem framfærslutekjur. Reikniaðferð OECD miðast við svo kallaðar miðtekjur. sem eru þær tekjur þegar jafnmargir eru með hærri og lægri tekjur en miðtekjufólk. Þegar fólk er síðan aðeins með helming miðtekna, er það komið undir fátæktarmörk að mati OECD. Helgi Hjörvar segir þessa stöðu óviðunandi. "Við sjáum af samanburði að í hópi OECD ríkjanna þá stöndum við ágætlega en við erum eftirbátar hinna Norðurlandanna sem augljóslega eru að ná umtalsvert betri árangri en við í að nota skatt- og bótakerfið í að fækka fátækum börnum." Ýmislegt hefur áhrif á efnahag barnafjölskyldna. Því yngri sem foreldrarnir eru því bágbornari efnahagurinn, barn sem býr hjá einstæðu foreldri er fimm sinnum líklegra til að búa við fátækt en ef tveir foreldrar eru á heimilinu. Aðspurður hvort hækka þurfi barnabætur segir Helgi það ein af þeim leiðum sem þurfi að skoða alvarlega. Helgi segir mikilvægt að greina hvaða börn búa ekki við tímabundna fátækt, heldur alast upp við fátækt, jafnvel kynslóð fram af kynslóð. Það þurfi að skoða þær leiðir sem Norðurlandaþjóðirnar hafa farið til að fækka fátækum börnum. "Og verið best í heimi í þessu eins og svo mörgu öðru." Fréttir Innlent Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira
Á fimmta þúsund íslenskra barna býr við fátækt, samkvæmt nýrri skýrslu sem forsætisráðherra lét taka saman að beiðni þingmanna Samfylkingarinnar. Þetta er óviðunandi ástand, segir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, sem vill meðal annars skoða hækkun barnabóta. Fyrir rúmu ári óskuðu þingmenn Samfylkingarinnar eftir skýrslu um fátækt barna og hag þeirra. Forsætisráðherra skilaði skýrslunni í gærkvöldi en þar kemur fram að árið 2004 hafi 4634 börn búið við fátækt á Íslandi - miðað við reiknireglur OECD. Þetta eru 6,6% allra íslenskra barna - eða 6,3% ef námslán eru reiknuð sem framfærslutekjur. Reikniaðferð OECD miðast við svo kallaðar miðtekjur. sem eru þær tekjur þegar jafnmargir eru með hærri og lægri tekjur en miðtekjufólk. Þegar fólk er síðan aðeins með helming miðtekna, er það komið undir fátæktarmörk að mati OECD. Helgi Hjörvar segir þessa stöðu óviðunandi. "Við sjáum af samanburði að í hópi OECD ríkjanna þá stöndum við ágætlega en við erum eftirbátar hinna Norðurlandanna sem augljóslega eru að ná umtalsvert betri árangri en við í að nota skatt- og bótakerfið í að fækka fátækum börnum." Ýmislegt hefur áhrif á efnahag barnafjölskyldna. Því yngri sem foreldrarnir eru því bágbornari efnahagurinn, barn sem býr hjá einstæðu foreldri er fimm sinnum líklegra til að búa við fátækt en ef tveir foreldrar eru á heimilinu. Aðspurður hvort hækka þurfi barnabætur segir Helgi það ein af þeim leiðum sem þurfi að skoða alvarlega. Helgi segir mikilvægt að greina hvaða börn búa ekki við tímabundna fátækt, heldur alast upp við fátækt, jafnvel kynslóð fram af kynslóð. Það þurfi að skoða þær leiðir sem Norðurlandaþjóðirnar hafa farið til að fækka fátækum börnum. "Og verið best í heimi í þessu eins og svo mörgu öðru."
Fréttir Innlent Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira