Sjálfstæðisflokkurinn misbeitti ríkisvaldinu 8. desember 2006 17:24 Sjálfstæðisflokkurinn misbeitti ríkisvaldinu í hlerunum pólitískra andstæðinga, sagði formaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag. Fjármálaráðherra hafnaði því og sagði að menn mættu ekki vanmeta hlut Alþýðuflokks og framsóknarráðherra í hlerunum. Þingmaður Framsóknar brást hart við þeim orðum og sagði árásir á aðra flokka málinu ekki til framdráttar. Þingmönnum varð sumum heitt í hamsi í dag þegar rætt var um símhleranir í utandagskrárumræðu sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hóf. "Mér sýnist að það sé eins og Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki litið svo á að hann hefði tímabundið umboð frá kjósendum þegar hann var í ríkisstjórn heldur lægju í sjálfum Sjálfstæðisflokknum stofnanabundið vald vegna þess hversu oft hann átti aðild að ríkisstjórn og hann hafi í raun misbeitt ríkisvaldinu." Ingibjörg Sólrún ítrekaði þá skoðun sína að alþingi stofni rannsóknarnefnd sem færi í saumana á hlerunum. Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, sagði ekki óeðlilegt að menn veltu þessum málum fyrir sér en fannst merkilegt væri hvað menn vildu gera hlut Sjálfstæðisflokksins mikinn. "Það er vissulega rétt að Sjálfstæðisflokknum er umhugað um öryggi ríkisins en það verður auðvitað að láta aðra njóta sannmælis í þessum efnum og ég held að það sé á engan hallað þó að fyrstur sé nefndur fyrrverandi forsætisráðherra, Hermann Jónasson." Þá sagði Árni að menn mættu heldur ekki vanmeta hlut Alþýðuflokksins og taldi fara betur á því að fræðimenn fjölluðu um þessi mál en nefndir stjórnmálamanna. Hann hafnar því að ríkisvaldi hafi verið misbeitt. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri Grænna, sagði ræðu ráðherra stórundarlega. "Við heyrðum hér stórundarlega en mjög dæmigerða ræðu fyrir undanbrögð og -flæming Sjálfstæðisflokksins í þessum njósnamálum. Nú á að klína þessum á Framsóknarflokkinn og aðallega þá feðga, Hermann Jónasson og Steingrím Hermannsson." Sæunn Stefánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, var mjög ósátt við ræðu fjármálaráðherra. "Það sem skiptir máli er að við eigum hér heiðarlega og málefnalega umræðu um málið. Og ekki með þeim hætti að vera sífellt að ráðast á aðra stjórnmálaflokka. Ég velti því fyrir mér hvað hæstvirtum ráðherra gengur til." Sæunn sagði hugmynd formanns Samfylkingar um rannsóknarnefnd góðra gjalda verða, þótt fyrst þurfi að bíða niðurstöðu hlerananefndar og rannsóknar lögreglustjórans á AKranesi. Ingibjörg Sólrún lýsti furðu sinni á að fjármálaráðherra nefndi einstaka forystumenn framsóknar í þessu máli. "Það átti væntanlega að vera til þess að sýna fram á að Sjálfstæðisflokkurinn sæti ekki einn í þessari súpu." En Árni segir undarlegt að mönnum sé illa við að þessir Framsóknarmenn séu nefndir til sögunnar. "Ég er að hrósa þessum mönnum." Fréttir Innlent Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn misbeitti ríkisvaldinu í hlerunum pólitískra andstæðinga, sagði formaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag. Fjármálaráðherra hafnaði því og sagði að menn mættu ekki vanmeta hlut Alþýðuflokks og framsóknarráðherra í hlerunum. Þingmaður Framsóknar brást hart við þeim orðum og sagði árásir á aðra flokka málinu ekki til framdráttar. Þingmönnum varð sumum heitt í hamsi í dag þegar rætt var um símhleranir í utandagskrárumræðu sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hóf. "Mér sýnist að það sé eins og Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki litið svo á að hann hefði tímabundið umboð frá kjósendum þegar hann var í ríkisstjórn heldur lægju í sjálfum Sjálfstæðisflokknum stofnanabundið vald vegna þess hversu oft hann átti aðild að ríkisstjórn og hann hafi í raun misbeitt ríkisvaldinu." Ingibjörg Sólrún ítrekaði þá skoðun sína að alþingi stofni rannsóknarnefnd sem færi í saumana á hlerunum. Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, sagði ekki óeðlilegt að menn veltu þessum málum fyrir sér en fannst merkilegt væri hvað menn vildu gera hlut Sjálfstæðisflokksins mikinn. "Það er vissulega rétt að Sjálfstæðisflokknum er umhugað um öryggi ríkisins en það verður auðvitað að láta aðra njóta sannmælis í þessum efnum og ég held að það sé á engan hallað þó að fyrstur sé nefndur fyrrverandi forsætisráðherra, Hermann Jónasson." Þá sagði Árni að menn mættu heldur ekki vanmeta hlut Alþýðuflokksins og taldi fara betur á því að fræðimenn fjölluðu um þessi mál en nefndir stjórnmálamanna. Hann hafnar því að ríkisvaldi hafi verið misbeitt. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri Grænna, sagði ræðu ráðherra stórundarlega. "Við heyrðum hér stórundarlega en mjög dæmigerða ræðu fyrir undanbrögð og -flæming Sjálfstæðisflokksins í þessum njósnamálum. Nú á að klína þessum á Framsóknarflokkinn og aðallega þá feðga, Hermann Jónasson og Steingrím Hermannsson." Sæunn Stefánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, var mjög ósátt við ræðu fjármálaráðherra. "Það sem skiptir máli er að við eigum hér heiðarlega og málefnalega umræðu um málið. Og ekki með þeim hætti að vera sífellt að ráðast á aðra stjórnmálaflokka. Ég velti því fyrir mér hvað hæstvirtum ráðherra gengur til." Sæunn sagði hugmynd formanns Samfylkingar um rannsóknarnefnd góðra gjalda verða, þótt fyrst þurfi að bíða niðurstöðu hlerananefndar og rannsóknar lögreglustjórans á AKranesi. Ingibjörg Sólrún lýsti furðu sinni á að fjármálaráðherra nefndi einstaka forystumenn framsóknar í þessu máli. "Það átti væntanlega að vera til þess að sýna fram á að Sjálfstæðisflokkurinn sæti ekki einn í þessari súpu." En Árni segir undarlegt að mönnum sé illa við að þessir Framsóknarmenn séu nefndir til sögunnar. "Ég er að hrósa þessum mönnum."
Fréttir Innlent Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira