Bandarískar hleranir á íslandi 7. desember 2006 18:51 Skjalfestar sannanir liggja fyrir um að bandarísk yfirvöld blönduðust með beinum hætti í hleranir íslenskra stjórnvalda á eigin þegnum á tímum kalda stríðsins. Utanríkisráðuneytið tregðast við að opinbera þessi skjöl og bíður eftir heimild eða leiðbeiningum frá Bandaríkjunum. Til þessa hefur hvergi komið fram skjalfest sönnun þess að öryggishagsmunir - eða aðrir hagsmunir - bandaríkjamanna hafi blandast inní hleranir stjórnvalda á tímum kalda stríðsins. Í þeim gögnum sem Guðni Th. Jóhanesson, sagnfræðingur, lagði til grundvallar bók sinni Óvinir ríkisins eru engin slík skjöl. Guðni segir að þrátt fyrir vitneskju um tengsl hafi hann ekki séð neinn skjalfestan þráð á milli bandarískra yfirvalda og öryggisþjónustu íslenska ríkisins. En sá skjalfesti þráður virrðist vera til. Fréttamaður Stöðvar tvö fór fyrir nokkru fram á að það á grundvelli upplýsingalaga að fá aðgang að þeim gögnum sem dómsmálaráðuneytið sendi Þjóðskjalasafni. Því var hafnað. Úrskurðarnefnd um upplýsingalög hefur síðan krafið opinbera stjórnsýslu skýringa á þeirri höfnun - meðal annars hvort þjóðaröryggishagsmunir liggi til grundvallar. Eins og greint var frá í fréttum nýverið vakti athygli að Utanríkisráðuneytið taldi sig þurfa að fá upplýsingar frá Bandaríska flotanum áður en erindinu yrði svarað. Fékk ráðuneytið frest sem er nú liðinn. Í ítrekun sem Úrskurðarnefndin sendir Grétari Má Sigurðssyni, ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu kemur fram að bandarísk yfirvöld hafi til skoðunar þessi skjöl sem ..."árituð eru af þeim um trúnað." Þarna er því með óbeinum hætti staðfest að í hlerun íslenskra stjórnvalda á íslenskum þegnum hafa legið til grundvallar bandarísk trúnaðarskjöl og væntanlega bandarískir hagsmunir. Utanríkisráðuneytið virðist vera í klemmu útaf þessu máli enda þrýstir Úrskurðarnefndin nú fast á að ráðuneytið skýri sitt mál. Fréttir Innlent Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Skjalfestar sannanir liggja fyrir um að bandarísk yfirvöld blönduðust með beinum hætti í hleranir íslenskra stjórnvalda á eigin þegnum á tímum kalda stríðsins. Utanríkisráðuneytið tregðast við að opinbera þessi skjöl og bíður eftir heimild eða leiðbeiningum frá Bandaríkjunum. Til þessa hefur hvergi komið fram skjalfest sönnun þess að öryggishagsmunir - eða aðrir hagsmunir - bandaríkjamanna hafi blandast inní hleranir stjórnvalda á tímum kalda stríðsins. Í þeim gögnum sem Guðni Th. Jóhanesson, sagnfræðingur, lagði til grundvallar bók sinni Óvinir ríkisins eru engin slík skjöl. Guðni segir að þrátt fyrir vitneskju um tengsl hafi hann ekki séð neinn skjalfestan þráð á milli bandarískra yfirvalda og öryggisþjónustu íslenska ríkisins. En sá skjalfesti þráður virrðist vera til. Fréttamaður Stöðvar tvö fór fyrir nokkru fram á að það á grundvelli upplýsingalaga að fá aðgang að þeim gögnum sem dómsmálaráðuneytið sendi Þjóðskjalasafni. Því var hafnað. Úrskurðarnefnd um upplýsingalög hefur síðan krafið opinbera stjórnsýslu skýringa á þeirri höfnun - meðal annars hvort þjóðaröryggishagsmunir liggi til grundvallar. Eins og greint var frá í fréttum nýverið vakti athygli að Utanríkisráðuneytið taldi sig þurfa að fá upplýsingar frá Bandaríska flotanum áður en erindinu yrði svarað. Fékk ráðuneytið frest sem er nú liðinn. Í ítrekun sem Úrskurðarnefndin sendir Grétari Má Sigurðssyni, ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu kemur fram að bandarísk yfirvöld hafi til skoðunar þessi skjöl sem ..."árituð eru af þeim um trúnað." Þarna er því með óbeinum hætti staðfest að í hlerun íslenskra stjórnvalda á íslenskum þegnum hafa legið til grundvallar bandarísk trúnaðarskjöl og væntanlega bandarískir hagsmunir. Utanríkisráðuneytið virðist vera í klemmu útaf þessu máli enda þrýstir Úrskurðarnefndin nú fast á að ráðuneytið skýri sitt mál.
Fréttir Innlent Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira