Birgir Leifur í beinni á Sýn í fyrramálið 6. desember 2006 15:14 Birgir Leifur verður á fullu í Suður-Afríku fram að jólum Mynd/Eiríkur Birgir Leifur Hafþórsson tryggði sér fyrir skömmu keppnisrétt á evrópsku mótaröðinni í golfi og hann verður í eldlínunni innan um marga af bestu kylfingum heims á tveimur mótum sem haldin verða í Suður-Afríku fyrir jól. Fyrra mótið hefst í fyrramálið og verður sjónvarpsstöðin Sýn með beinar útsendingar frá mótinu alla fjóra keppnisdagana. Fyrra mótið sem Birgir Leifur tekur þátt í er Alfred Dunhill mótið sem fram fer dagana 7. - 10. desember og síðara mótið er Opna Airways mótið sem fram fer 14.-17. desember. Sýn mun fylgjast grannt með gangi mála á mótunum báðum og verður kastljósinu að sjálfsögðu beint eins vel að að Birgi Leifi og kostur gefst. Birgir Leifur tryggði sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni með því að hafna í einu af 30 efstu sætunum á úrtökumótinu á San Roque á Spáni. Flestir þeirra sem tryggðu sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á Spáni verða með í þessum tveimur mótum í Suður-Afríku. Spennandi verður að fylgjast með Birgi kljást við bestu kylfinga Evrópu en meðal keppenda á Alfred Dunhill mótinu eru m.a. hinir heimsfrægir kylfingar á borð við Suður-Afríkumanninn Ernie Els og enski kylfingurinn Lee Westwood, sem var í Ryderliði Evrópu. Retief Goosen frá Suður-Afríku og Argentínumaðurinn Angel Cabrera eru meðal keppenda í Airways mótinu. Golf Innlendar Íþróttir Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson tryggði sér fyrir skömmu keppnisrétt á evrópsku mótaröðinni í golfi og hann verður í eldlínunni innan um marga af bestu kylfingum heims á tveimur mótum sem haldin verða í Suður-Afríku fyrir jól. Fyrra mótið hefst í fyrramálið og verður sjónvarpsstöðin Sýn með beinar útsendingar frá mótinu alla fjóra keppnisdagana. Fyrra mótið sem Birgir Leifur tekur þátt í er Alfred Dunhill mótið sem fram fer dagana 7. - 10. desember og síðara mótið er Opna Airways mótið sem fram fer 14.-17. desember. Sýn mun fylgjast grannt með gangi mála á mótunum báðum og verður kastljósinu að sjálfsögðu beint eins vel að að Birgi Leifi og kostur gefst. Birgir Leifur tryggði sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni með því að hafna í einu af 30 efstu sætunum á úrtökumótinu á San Roque á Spáni. Flestir þeirra sem tryggðu sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á Spáni verða með í þessum tveimur mótum í Suður-Afríku. Spennandi verður að fylgjast með Birgi kljást við bestu kylfinga Evrópu en meðal keppenda á Alfred Dunhill mótinu eru m.a. hinir heimsfrægir kylfingar á borð við Suður-Afríkumanninn Ernie Els og enski kylfingurinn Lee Westwood, sem var í Ryderliði Evrópu. Retief Goosen frá Suður-Afríku og Argentínumaðurinn Angel Cabrera eru meðal keppenda í Airways mótinu.
Golf Innlendar Íþróttir Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira