14 milljarða afgangur 5. desember 2006 18:31 Borgarsjóður verður rekinn með 14 milljarða afgangi á næsta ári, í stað eins milljarðs halla á þessu ári, segir borgarstjóri sem kynnti fjárhagsáætlun borgarinnar í dag. Bókhaldsleikir, segir oddviti Samfylkingar. Hann segir útgjöld aukast umfram tekjur. Áætlunin var kynnt um hádegið og síðan tekin til umræðu á borgarstjórnarfundi nú síðdegis. Samkvæmt áætluninni munu hreinar skuldir hjá helstu sjóðum borgarinnar lækka um 28,2 milljarða króna og peningaleg staða, að undanskilinni lífeyrisskuldbindingu verður 4,6 milljarðar en það er í fyrsta sinn í mörg ár sem sú tala er jákvæð, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri. Hagnaður um 13,7 milljarða króna kemur að mestu leyti til vegna sölu á hlut borgarinnar í Landsvirkjun en fyrir hann fékk borgin 10 milljarða eitt hundrað og fimmtíu milljónir króna. Borgarstjóri segir ýmislegt þurfa að lagfæra í fjármálastjórn borgarinnar en stefnan sé að ná jafnvægi á kjörtímabilinu. "Stöðunni verður ekki breytt á einni nóttu, við fórum í miklar hagræðingaraðgerðir í sumar og tókst að hagræða um 700 milljónir," segir Vilhjálmur. Útsvar verður óbreytt, fasteignaskattar lækka um 10% og svo aftur um 5% síðar á kjörtímabilinu og svo þarf að efna kosningaloforð. En þarf þá ekki að skera einhvers staðar niður? "Það eru gríðarlega miklir möguleikar á að hagræða og spara án þess að minnka þjónustuna," segir Vilhjálmur. Bókhaldsleikir segir Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingar og bendir á að rekstrarútgjöld aukast umfram skatttekjur á áætluninni, þar af hækki reksturinn mest á skrifstofum í ráðhúsinu, eða um 16%. Dagur segir helstu pólitísku skilaboð áætlunarinnar vera gjaldskrárhækkanir. Hreinar skuldir borgarsjóðs hafi lækkað úr fimmtán milljörðum í ekkert hjá fyrri meirihluta og borgarstjóri hafi breitt yfir bólgnun í rekstri borgarinnar á fundinum í dag. Fréttir Innlent Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Borgarsjóður verður rekinn með 14 milljarða afgangi á næsta ári, í stað eins milljarðs halla á þessu ári, segir borgarstjóri sem kynnti fjárhagsáætlun borgarinnar í dag. Bókhaldsleikir, segir oddviti Samfylkingar. Hann segir útgjöld aukast umfram tekjur. Áætlunin var kynnt um hádegið og síðan tekin til umræðu á borgarstjórnarfundi nú síðdegis. Samkvæmt áætluninni munu hreinar skuldir hjá helstu sjóðum borgarinnar lækka um 28,2 milljarða króna og peningaleg staða, að undanskilinni lífeyrisskuldbindingu verður 4,6 milljarðar en það er í fyrsta sinn í mörg ár sem sú tala er jákvæð, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri. Hagnaður um 13,7 milljarða króna kemur að mestu leyti til vegna sölu á hlut borgarinnar í Landsvirkjun en fyrir hann fékk borgin 10 milljarða eitt hundrað og fimmtíu milljónir króna. Borgarstjóri segir ýmislegt þurfa að lagfæra í fjármálastjórn borgarinnar en stefnan sé að ná jafnvægi á kjörtímabilinu. "Stöðunni verður ekki breytt á einni nóttu, við fórum í miklar hagræðingaraðgerðir í sumar og tókst að hagræða um 700 milljónir," segir Vilhjálmur. Útsvar verður óbreytt, fasteignaskattar lækka um 10% og svo aftur um 5% síðar á kjörtímabilinu og svo þarf að efna kosningaloforð. En þarf þá ekki að skera einhvers staðar niður? "Það eru gríðarlega miklir möguleikar á að hagræða og spara án þess að minnka þjónustuna," segir Vilhjálmur. Bókhaldsleikir segir Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingar og bendir á að rekstrarútgjöld aukast umfram skatttekjur á áætluninni, þar af hækki reksturinn mest á skrifstofum í ráðhúsinu, eða um 16%. Dagur segir helstu pólitísku skilaboð áætlunarinnar vera gjaldskrárhækkanir. Hreinar skuldir borgarsjóðs hafi lækkað úr fimmtán milljörðum í ekkert hjá fyrri meirihluta og borgarstjóri hafi breitt yfir bólgnun í rekstri borgarinnar á fundinum í dag.
Fréttir Innlent Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira