Stjórnmálamenn fá haturspóst 3. desember 2006 18:30 Fjöldi stjórnmálamanna, meðal annars frambjóðendur í prófkjöri vinstri grænna, hefur að undanförnu fengið nafnlaus bréf þar sem óhróðri er ausið yfir múslima. Nokkrir hafa sent lögreglu bréfin til rannsóknar. Þessi einkennilegu bréf tóku að berast inn um bréfalúgur fólks undir lok vikunnar sem helst virðist eiga það sameiginlegt að tengjast stjórnmálum og að hafa haldið fram málstað innflytjenda í þjóðmálaumræðu undanfarinna vikna. Bréfið er fjórtán síður að lengd og er allur þorri þess lagður undir harkalega gagnrýni á múslima og íslamska trú, bæði í máli og myndum. Engin undirskrift fylgir bréfinu, að öðru leyti en því að neðst í því er letrað "Group 1627". Virðist þar vísað til Tyrkjaránsins sem var framið það ár. Flestir þáttakenda í prófkjöri Vinstri grænna fengu bréfið en enginn þeirra vildi tjá sig um það í dag. Sumir sögðust hafa hent því án þess að lesa það en munu hafa sent það til lögreglu. Formanni félags stjórnmálafræðinema við Háskóla Íslands var einnig sent bréfið og honum brá talsvert í brún þegar hann las það. Hann segist ætla að fara að fordæmi fólks sem hann þekkir og hefur fengið bréfið sent og afhenda það lögreglu til rannsóknar. Í hegningarlögum er kveðið á um að hver sem smáni trúarkenningar löglegs trúfélags skuli sæta sektum eða fangelsi en óvíst er hvort umrætt bréf falli undir þau ákvæði. Fréttir Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Fjöldi stjórnmálamanna, meðal annars frambjóðendur í prófkjöri vinstri grænna, hefur að undanförnu fengið nafnlaus bréf þar sem óhróðri er ausið yfir múslima. Nokkrir hafa sent lögreglu bréfin til rannsóknar. Þessi einkennilegu bréf tóku að berast inn um bréfalúgur fólks undir lok vikunnar sem helst virðist eiga það sameiginlegt að tengjast stjórnmálum og að hafa haldið fram málstað innflytjenda í þjóðmálaumræðu undanfarinna vikna. Bréfið er fjórtán síður að lengd og er allur þorri þess lagður undir harkalega gagnrýni á múslima og íslamska trú, bæði í máli og myndum. Engin undirskrift fylgir bréfinu, að öðru leyti en því að neðst í því er letrað "Group 1627". Virðist þar vísað til Tyrkjaránsins sem var framið það ár. Flestir þáttakenda í prófkjöri Vinstri grænna fengu bréfið en enginn þeirra vildi tjá sig um það í dag. Sumir sögðust hafa hent því án þess að lesa það en munu hafa sent það til lögreglu. Formanni félags stjórnmálafræðinema við Háskóla Íslands var einnig sent bréfið og honum brá talsvert í brún þegar hann las það. Hann segist ætla að fara að fordæmi fólks sem hann þekkir og hefur fengið bréfið sent og afhenda það lögreglu til rannsóknar. Í hegningarlögum er kveðið á um að hver sem smáni trúarkenningar löglegs trúfélags skuli sæta sektum eða fangelsi en óvíst er hvort umrætt bréf falli undir þau ákvæði.
Fréttir Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira