Hollendingurinn játaði sína sök 30. nóvember 2006 15:11 Fimmtán kíló af amfetamíni fundust í bílnum. Eitt umfangsmesta fíkniefnasmygl síðari ára var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þrír Íslendingar og einn Hollendingur eru ákærðir fyrir innflutning og vörslu á fimmtán kílóum af amfetamíni og tíu af kannabis. Íslendingarnir báru af sér sakir en Hollendingurinn játaði að mestu.Efnin voru falin í bensíntanki BMW bifreiðar sem Íslendingur á fimmtugsaldri flutti frá Rotterdam með skipi sem kom til Reykjavíkur í byrjun apríl. Tollverðir fundu megnið af fíkniefnunum við leit en bíllinn var síðan tollafgreiddur og hinir ákærðu fluttu hann í iðnaðarhúsnæði við Krókháls. Þar stóð lögreglan mennina að verki þar sem þeir voru að fjarlægja flöskur með fíkniefnum úr bensínstank bílsins. Við aðalmeðferð málsins í dag játaði Hollendingurinn að hafa vitað af fíkniefnunum og sömuleiðis að hafa verið að fjarlægja efnin úr bílnum þegar lögreglan mætti á Krókháls. Hann neitar því hins vegar að hafa staðið fyrir, skipulagt og fjármagnað innflutninginn. Þóknun hans átti að ganga upp í skuldir. Hann neitaði að gefa upp hverjir stæðu á bak við innflutninginn þar sem hann óttaðist um fjölskyldu sína í Hollandi.Íslendingurinn sem er ákærður fyrir að hafa staðið að innflutningnum með Hollendingnum, neitaði sök. Hann hafi farið til Belgíu að skoða bílinn fyrir annan mann. Skoðunin tók tvær mínútur að eigin sögn. Hann lét síðan flytja bílinn til Íslands en kveðst ekki hafa vitað af fíkniefnunum fyrr en hann kom til landsins sem er andstætt framburði við skýrslutöku lögreglu en bar fyrir sig slæmu líkamlegu ástandi vegna hjartaáfalls sem hann fékk í gæsluvarðhaldi við þá skýrslutöku. Hann hefði að vísu grunað að eitthvað væri í bílnum en taldi að það gætu kannski verið "húsgögn eða eitthvað".Aðalmeðferð stendur enn yfir.eðferð stendur enn yfir. Fréttir Innlent Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Eitt umfangsmesta fíkniefnasmygl síðari ára var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þrír Íslendingar og einn Hollendingur eru ákærðir fyrir innflutning og vörslu á fimmtán kílóum af amfetamíni og tíu af kannabis. Íslendingarnir báru af sér sakir en Hollendingurinn játaði að mestu.Efnin voru falin í bensíntanki BMW bifreiðar sem Íslendingur á fimmtugsaldri flutti frá Rotterdam með skipi sem kom til Reykjavíkur í byrjun apríl. Tollverðir fundu megnið af fíkniefnunum við leit en bíllinn var síðan tollafgreiddur og hinir ákærðu fluttu hann í iðnaðarhúsnæði við Krókháls. Þar stóð lögreglan mennina að verki þar sem þeir voru að fjarlægja flöskur með fíkniefnum úr bensínstank bílsins. Við aðalmeðferð málsins í dag játaði Hollendingurinn að hafa vitað af fíkniefnunum og sömuleiðis að hafa verið að fjarlægja efnin úr bílnum þegar lögreglan mætti á Krókháls. Hann neitar því hins vegar að hafa staðið fyrir, skipulagt og fjármagnað innflutninginn. Þóknun hans átti að ganga upp í skuldir. Hann neitaði að gefa upp hverjir stæðu á bak við innflutninginn þar sem hann óttaðist um fjölskyldu sína í Hollandi.Íslendingurinn sem er ákærður fyrir að hafa staðið að innflutningnum með Hollendingnum, neitaði sök. Hann hafi farið til Belgíu að skoða bílinn fyrir annan mann. Skoðunin tók tvær mínútur að eigin sögn. Hann lét síðan flytja bílinn til Íslands en kveðst ekki hafa vitað af fíkniefnunum fyrr en hann kom til landsins sem er andstætt framburði við skýrslutöku lögreglu en bar fyrir sig slæmu líkamlegu ástandi vegna hjartaáfalls sem hann fékk í gæsluvarðhaldi við þá skýrslutöku. Hann hefði að vísu grunað að eitthvað væri í bílnum en taldi að það gætu kannski verið "húsgögn eða eitthvað".Aðalmeðferð stendur enn yfir.eðferð stendur enn yfir.
Fréttir Innlent Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira