Lífið

Höfundur Herra Kolberts á leið til landsins

Úr sýningunni Herra Kolbert.
Úr sýningunni Herra Kolbert.

Þjóðverjinn David Gieselmann, höfundur leikritsins Herra Kolberts, sem Leikfélag Akureyrar sýnir um þessar mundir er væntanlegur til Íslands þar sem mun sjá uppfærslu LA. Herra Kolbert er hans þekktasta verk en það hefur verið sýnt um nær alla Evrópu auk Bandaríkjanna, Ástralíu og Suður Ameríku eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Leikfélagi Akureyrar.

Verður efnt til sérstakrar hátíðarsýningar á verkinu í tilefni komu Gieselmanns og verður hún laugardagskvöldið 9. desember. Að sýningu lokinni mun hann svo taka þátt í umræðum. Herra Kolbert var frumsýndur 28. október og verður sýndur til 16. desember en ekki verður farið með sýninguna suður yfir heiðar til Reykjavíkur þrátt fyrir fjölda fyrirspurna og áskorana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×