Viðræður við Dani og Kanadamenn um samstarf hefjast á næstu vikum 29. nóvember 2006 11:04 Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra átti í morgun fund með Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs um samstarf landanna í öryggis- og varnarmálum í tengslum við leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Ríga í Lettlandi. Valgerður sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að hún og Störe hafi fyrst og fremst rætt æfinga- og eftirlitsflug Norðmanna í íslenskri lofthelgi og var ákveðið að norskir embættismenn kæmu til landsins í næsta mánuði til þess að kanna aðstæður á Keflavíkurflugvelli í tenglsum við það. Áður hefur komið fram að viðræður íslenskra og norskra stjórnvalda um samstarf í varnarmálum hefjist í næsta mánuði. Þá ræddi Valgerður einnig við Geoff Hoon, Evrópumálaráðherra Bretlands, og lýsti hann áhuga á því að koma til Íslands til viðræðna í byrjun næsta árs um hugsanlegt varnarsamstarf. Valgerður ræddi einnig við Peter Gordon MacKay, utanríkisráðherra Kanada, og Ulrik Federspiel, ráðuneytisstjóra í danska utanríkisráðuneytinu, og var ákveðið að embættismenn ríkjanna hittust á næstu vikum til frekari viðræðna um hugsanlegt samstarf í öryggis- og varnarmálum. Fram kemur á vef utanríkisráðuneytisins að ráðherra hafi einnig átt tvíhliða fund með Mihai Razvan Ungureanu, utanríkisráðherra Rúmeníu og rætt stækkun Evrópska efnahagssvæðisins. Í gær heimsótti utanríkisráðherra Latekóbanka í Ríga og verslun 66° Norður, en bæði fyrirækin eru í eigu Íslendinga. Síðdegis heldur utanríkisráðherra til Litháen. Fréttir Stj.mál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra átti í morgun fund með Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs um samstarf landanna í öryggis- og varnarmálum í tengslum við leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Ríga í Lettlandi. Valgerður sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að hún og Störe hafi fyrst og fremst rætt æfinga- og eftirlitsflug Norðmanna í íslenskri lofthelgi og var ákveðið að norskir embættismenn kæmu til landsins í næsta mánuði til þess að kanna aðstæður á Keflavíkurflugvelli í tenglsum við það. Áður hefur komið fram að viðræður íslenskra og norskra stjórnvalda um samstarf í varnarmálum hefjist í næsta mánuði. Þá ræddi Valgerður einnig við Geoff Hoon, Evrópumálaráðherra Bretlands, og lýsti hann áhuga á því að koma til Íslands til viðræðna í byrjun næsta árs um hugsanlegt varnarsamstarf. Valgerður ræddi einnig við Peter Gordon MacKay, utanríkisráðherra Kanada, og Ulrik Federspiel, ráðuneytisstjóra í danska utanríkisráðuneytinu, og var ákveðið að embættismenn ríkjanna hittust á næstu vikum til frekari viðræðna um hugsanlegt samstarf í öryggis- og varnarmálum. Fram kemur á vef utanríkisráðuneytisins að ráðherra hafi einnig átt tvíhliða fund með Mihai Razvan Ungureanu, utanríkisráðherra Rúmeníu og rætt stækkun Evrópska efnahagssvæðisins. Í gær heimsótti utanríkisráðherra Latekóbanka í Ríga og verslun 66° Norður, en bæði fyrirækin eru í eigu Íslendinga. Síðdegis heldur utanríkisráðherra til Litháen.
Fréttir Stj.mál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira