Falsaðir seðlar í umferð 28. nóvember 2006 18:25 Þrír falsaðir seðlar hafa uppgötvast í borginni á síðustu dögum. Fölsunarmálum hefur þó fækkað á síðustu árum og þakkar Seðlabankinn það nýjum öryggisþáttum í peningaseðlunum.Sárasjaldgæft er að falsaðir seðlar komist í umferð. Þó bárust lögreglunni í Reykjavík tvær tilkynningar um helgina um falsaða fimm þúsund króna seðla. Falsarinn er greinilega sá sami, því sama raðnúmer er á seðlunum. Og nú í morgun barst falsaður seðill í banka í borginni.Þótt litprentarar séu víða þá eru fjölmörg atriði sem ekki er hægt að falsa. Reyndar ættu viðvörunarbjöllur að klingja hjá flestum þegar falsaður seðill er handfjatlaður, því pappírinn er mjög ólíkur ekta seðlum viðkomu. Og Seðlabankinn hefur á síðustu árum bætt við öryggisþáttum í forvarnarskyni. Það er málmþynna á seðlunum sem ekki prentast, öryggisþráður, upphleypt letur og vatnsmerki sem sést auðveldlega ef seðillinn er borinn upp að dagsbirtu. "Og ef þú berð svona seðil upp að útfjólubláu ljósi þá kemur í ljós lýsandi flötur sem er auðgreinanlegur og er ekki hægt að falsa eins og við höfum séð falsanir hér. En við höfum ekki séð hér vandaðar falsanir, þetta er meira offsett-ljósmyndun af seðlum og menn grunar að í einhverjum tilvikum sé þetta fikt ungmenna - sem er nógu slæmt," segir Tryggvi Pálsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabanka Íslands.Fjöldi skráðra mála hjá lögreglu hefur hrapað á síðustu árum en þau náðu hámarki árið 2001 þegar 69 falsanamál komu upp en voru 24 árið 2004. Tryggvi er sannfærður að fleiri öryggisþættir seðlanna hafi skilað sér í færri fölsunum.En það er falsari á ferð og fólki er því ráðlagt að hafa varann á sér. "Það er mjög mikilvægt einmitt núna þegar við verðum vör við svona tilvik að allur almenningur, verslanir og þjonustuaðilar þegar þeir eru að móttaka seðla gæti að þessum atriðum og láti strax vita ef þeir sjá eitthvað óeðlilegt." Fréttir Innlent Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Þrír falsaðir seðlar hafa uppgötvast í borginni á síðustu dögum. Fölsunarmálum hefur þó fækkað á síðustu árum og þakkar Seðlabankinn það nýjum öryggisþáttum í peningaseðlunum.Sárasjaldgæft er að falsaðir seðlar komist í umferð. Þó bárust lögreglunni í Reykjavík tvær tilkynningar um helgina um falsaða fimm þúsund króna seðla. Falsarinn er greinilega sá sami, því sama raðnúmer er á seðlunum. Og nú í morgun barst falsaður seðill í banka í borginni.Þótt litprentarar séu víða þá eru fjölmörg atriði sem ekki er hægt að falsa. Reyndar ættu viðvörunarbjöllur að klingja hjá flestum þegar falsaður seðill er handfjatlaður, því pappírinn er mjög ólíkur ekta seðlum viðkomu. Og Seðlabankinn hefur á síðustu árum bætt við öryggisþáttum í forvarnarskyni. Það er málmþynna á seðlunum sem ekki prentast, öryggisþráður, upphleypt letur og vatnsmerki sem sést auðveldlega ef seðillinn er borinn upp að dagsbirtu. "Og ef þú berð svona seðil upp að útfjólubláu ljósi þá kemur í ljós lýsandi flötur sem er auðgreinanlegur og er ekki hægt að falsa eins og við höfum séð falsanir hér. En við höfum ekki séð hér vandaðar falsanir, þetta er meira offsett-ljósmyndun af seðlum og menn grunar að í einhverjum tilvikum sé þetta fikt ungmenna - sem er nógu slæmt," segir Tryggvi Pálsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabanka Íslands.Fjöldi skráðra mála hjá lögreglu hefur hrapað á síðustu árum en þau náðu hámarki árið 2001 þegar 69 falsanamál komu upp en voru 24 árið 2004. Tryggvi er sannfærður að fleiri öryggisþættir seðlanna hafi skilað sér í færri fölsunum.En það er falsari á ferð og fólki er því ráðlagt að hafa varann á sér. "Það er mjög mikilvægt einmitt núna þegar við verðum vör við svona tilvik að allur almenningur, verslanir og þjonustuaðilar þegar þeir eru að móttaka seðla gæti að þessum atriðum og láti strax vita ef þeir sjá eitthvað óeðlilegt."
Fréttir Innlent Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira