Falsaðir seðlar í umferð 28. nóvember 2006 18:25 Þrír falsaðir seðlar hafa uppgötvast í borginni á síðustu dögum. Fölsunarmálum hefur þó fækkað á síðustu árum og þakkar Seðlabankinn það nýjum öryggisþáttum í peningaseðlunum.Sárasjaldgæft er að falsaðir seðlar komist í umferð. Þó bárust lögreglunni í Reykjavík tvær tilkynningar um helgina um falsaða fimm þúsund króna seðla. Falsarinn er greinilega sá sami, því sama raðnúmer er á seðlunum. Og nú í morgun barst falsaður seðill í banka í borginni.Þótt litprentarar séu víða þá eru fjölmörg atriði sem ekki er hægt að falsa. Reyndar ættu viðvörunarbjöllur að klingja hjá flestum þegar falsaður seðill er handfjatlaður, því pappírinn er mjög ólíkur ekta seðlum viðkomu. Og Seðlabankinn hefur á síðustu árum bætt við öryggisþáttum í forvarnarskyni. Það er málmþynna á seðlunum sem ekki prentast, öryggisþráður, upphleypt letur og vatnsmerki sem sést auðveldlega ef seðillinn er borinn upp að dagsbirtu. "Og ef þú berð svona seðil upp að útfjólubláu ljósi þá kemur í ljós lýsandi flötur sem er auðgreinanlegur og er ekki hægt að falsa eins og við höfum séð falsanir hér. En við höfum ekki séð hér vandaðar falsanir, þetta er meira offsett-ljósmyndun af seðlum og menn grunar að í einhverjum tilvikum sé þetta fikt ungmenna - sem er nógu slæmt," segir Tryggvi Pálsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabanka Íslands.Fjöldi skráðra mála hjá lögreglu hefur hrapað á síðustu árum en þau náðu hámarki árið 2001 þegar 69 falsanamál komu upp en voru 24 árið 2004. Tryggvi er sannfærður að fleiri öryggisþættir seðlanna hafi skilað sér í færri fölsunum.En það er falsari á ferð og fólki er því ráðlagt að hafa varann á sér. "Það er mjög mikilvægt einmitt núna þegar við verðum vör við svona tilvik að allur almenningur, verslanir og þjonustuaðilar þegar þeir eru að móttaka seðla gæti að þessum atriðum og láti strax vita ef þeir sjá eitthvað óeðlilegt." Fréttir Innlent Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Þrír falsaðir seðlar hafa uppgötvast í borginni á síðustu dögum. Fölsunarmálum hefur þó fækkað á síðustu árum og þakkar Seðlabankinn það nýjum öryggisþáttum í peningaseðlunum.Sárasjaldgæft er að falsaðir seðlar komist í umferð. Þó bárust lögreglunni í Reykjavík tvær tilkynningar um helgina um falsaða fimm þúsund króna seðla. Falsarinn er greinilega sá sami, því sama raðnúmer er á seðlunum. Og nú í morgun barst falsaður seðill í banka í borginni.Þótt litprentarar séu víða þá eru fjölmörg atriði sem ekki er hægt að falsa. Reyndar ættu viðvörunarbjöllur að klingja hjá flestum þegar falsaður seðill er handfjatlaður, því pappírinn er mjög ólíkur ekta seðlum viðkomu. Og Seðlabankinn hefur á síðustu árum bætt við öryggisþáttum í forvarnarskyni. Það er málmþynna á seðlunum sem ekki prentast, öryggisþráður, upphleypt letur og vatnsmerki sem sést auðveldlega ef seðillinn er borinn upp að dagsbirtu. "Og ef þú berð svona seðil upp að útfjólubláu ljósi þá kemur í ljós lýsandi flötur sem er auðgreinanlegur og er ekki hægt að falsa eins og við höfum séð falsanir hér. En við höfum ekki séð hér vandaðar falsanir, þetta er meira offsett-ljósmyndun af seðlum og menn grunar að í einhverjum tilvikum sé þetta fikt ungmenna - sem er nógu slæmt," segir Tryggvi Pálsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabanka Íslands.Fjöldi skráðra mála hjá lögreglu hefur hrapað á síðustu árum en þau náðu hámarki árið 2001 þegar 69 falsanamál komu upp en voru 24 árið 2004. Tryggvi er sannfærður að fleiri öryggisþættir seðlanna hafi skilað sér í færri fölsunum.En það er falsari á ferð og fólki er því ráðlagt að hafa varann á sér. "Það er mjög mikilvægt einmitt núna þegar við verðum vör við svona tilvik að allur almenningur, verslanir og þjonustuaðilar þegar þeir eru að móttaka seðla gæti að þessum atriðum og láti strax vita ef þeir sjá eitthvað óeðlilegt."
Fréttir Innlent Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira