Fjörtíu prósent starfsmanna af erlendu bergi brotin 27. nóvember 2006 12:45 Áttatíu prósent þeirra sem starfa við fiskvinnslu í Reykjavík eru af erlendu bergi brotnir. MYND/Gunnar Fjörtíu prósent þeirra sem starfa við fiskvinnslu hér á landi eru af erlendu bergi brotnir. Hæst er hlutfallið í Reykjavík þar sem áttatíu prósent starfsmanna fæddust annars staðar en á Íslandi. Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, gerði erlent vinnuafl í fiskvinnslu að umtalsefni í ræðu sinni á þingi Sjómannasambands Íslands í síðustu viku. Hann sagði sjávarútveg njóta góðs af starfskröftum útlendinga. Stórauka þyrfti hins vegar íslenskukennslu fyrir þennan hóp og er hann sannfærður um að starfstengd íslenskukennsla fyrir erlent fiskvinnslufólk verði til bóta fyrir fiskvinnslu í landinu og byggðarlögin í heild sinni. Erlendu starfsfólki sem starfar í fiskvinnslu hér á landi hefur fjölgað á síðustu árum. Í úttekt sem fréttastofan gerði hjá tuttugu og þremur stærstu fiskvinnslufyrirtækjum landsins kemur í ljós að fjörtíu og eitt prósent þeirra sem starfa við fiskvinnslu í landi eru af erlendu bergi brotnir. Hluti þeirra hefur fengið íslenskan ríkisborgararétt eftir að hafa verið búsettur hér um árabil. Þvert á það sem margir telja þá er hlutfallið ekki hæst úti á landi heldur í höfuðborginni sjálfri þar sem það er 80%. Hjá Toppfiski í Reykjavík eru 90% starfsmanna í fiskvinnslu af erlendu bergi brotnir og í vinnslu HB-Granda í Reykjavík er hlutfallið 74%. Næst hæst er hlutfallið á Vestfjörðum þar sem það er tæplega 60% Lægst er það á Suðurlandi en þar er það 18% og sú fiskvinnsla sem hefur lægst hlutfall erlendra starfsmanna er fiskvinnsla HB Granda á Vopnafirði en þar er hlutfallið 2%. Stjórnendur fyrirtækjanna segjast finna mikinn mun á síðustu árum. Hjá fiskvinnslu einni á Norðurlandi voru erlendir starfsmenn tveir fyrir tveimur árum en eru nú 45. Breyting hefur ekki aðeins verið í fiskvinnslu í landi. Hjá útgerðarfyrirtækjum fengust þær upplýsingar að erlendu starfsfólki á skipunum hafi einnig fjölgað og hefur aukningin á sumum stöðum verið allt að 50%. Fréttir Innlent Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Fjörtíu prósent þeirra sem starfa við fiskvinnslu hér á landi eru af erlendu bergi brotnir. Hæst er hlutfallið í Reykjavík þar sem áttatíu prósent starfsmanna fæddust annars staðar en á Íslandi. Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, gerði erlent vinnuafl í fiskvinnslu að umtalsefni í ræðu sinni á þingi Sjómannasambands Íslands í síðustu viku. Hann sagði sjávarútveg njóta góðs af starfskröftum útlendinga. Stórauka þyrfti hins vegar íslenskukennslu fyrir þennan hóp og er hann sannfærður um að starfstengd íslenskukennsla fyrir erlent fiskvinnslufólk verði til bóta fyrir fiskvinnslu í landinu og byggðarlögin í heild sinni. Erlendu starfsfólki sem starfar í fiskvinnslu hér á landi hefur fjölgað á síðustu árum. Í úttekt sem fréttastofan gerði hjá tuttugu og þremur stærstu fiskvinnslufyrirtækjum landsins kemur í ljós að fjörtíu og eitt prósent þeirra sem starfa við fiskvinnslu í landi eru af erlendu bergi brotnir. Hluti þeirra hefur fengið íslenskan ríkisborgararétt eftir að hafa verið búsettur hér um árabil. Þvert á það sem margir telja þá er hlutfallið ekki hæst úti á landi heldur í höfuðborginni sjálfri þar sem það er 80%. Hjá Toppfiski í Reykjavík eru 90% starfsmanna í fiskvinnslu af erlendu bergi brotnir og í vinnslu HB-Granda í Reykjavík er hlutfallið 74%. Næst hæst er hlutfallið á Vestfjörðum þar sem það er tæplega 60% Lægst er það á Suðurlandi en þar er það 18% og sú fiskvinnsla sem hefur lægst hlutfall erlendra starfsmanna er fiskvinnsla HB Granda á Vopnafirði en þar er hlutfallið 2%. Stjórnendur fyrirtækjanna segjast finna mikinn mun á síðustu árum. Hjá fiskvinnslu einni á Norðurlandi voru erlendir starfsmenn tveir fyrir tveimur árum en eru nú 45. Breyting hefur ekki aðeins verið í fiskvinnslu í landi. Hjá útgerðarfyrirtækjum fengust þær upplýsingar að erlendu starfsfólki á skipunum hafi einnig fjölgað og hefur aukningin á sumum stöðum verið allt að 50%.
Fréttir Innlent Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira