Velta félagshagkerfisins yfir 500 milljarðar á Íslandi 27. nóvember 2006 10:14 MYND/Vilhelm Velta félagshagkerfisins á Íslandi, sem nær til þess hluta hagkerfisins sem ekki er rekinn í hagnaðarskyni og til frjálsra félagasamtaka, nemur rúmum 500 milljörðum króna, eða tæplega helmingi af landsframleiðslu. Þetta kemur fram í ritinu Félagshagkerfið á Íslandi eftir dr. Ívar Jónsson, prófessor við Háskólann á Bifröst. Fram kemur í tilkynningu frá háskólanum að í ritinu sé gerð tilraun til að meta umfang félagshagkerfisins með tilliti til fjölda félaga og veltu þeirra. Skráð félög í félagshagkerfinu eru um 19 þúsund og eru húsfélög þeirra algengust, eða átta þúsund með um fimm miljarða króna veltu. Þá leiðir bókin í ljós að 137 leikfélög séu í landinu, um 200 kórar og 117 tónlistarfélög. Þá eru um 250 kvenfélög í landinu og yfir 300 foreldrafélög og samstarfsfélög foreldra og kennara. Enn fremur kemur fram í ritinu að Íslendingar leggja ekki á sig mikla sjálfboðavinnu miðað við íbúa annarra landa en þeir eru yfir meðallagi í samanburði við önnur lönd þegar um er að ræða góðgerðar- og líknarsamtök, verkalýðsfélög, stjórnmálasamtök og íþrótta- og tómstundastarfssemi. „Félagshagkerfið hefur öldum saman verið til staðar í kapítalískum hagkerfum Vesturlanda. Umfang slíkrar starfsemi hefur þó verið sveiflukennd. Á tímabilinu eftir seinni heimstyrjöldina dró úr umfangi hennar á sama tíma og ríkisreknum velferðarkerfum óx fiskur um hrygg. Með útbreiðslu ný-frjálshyggju á áttunda og níunda áratug síðustu aldar dró úr vexti velferðarkerfisins á Vesturlöndum og kröfur um niðurskurð á útgjöldum ríkisins á þessu sviði urðu áberandi. Við þessar kringumstæður hefur hagnaðarlaus atvinnustarfsemi aukist að umfangi að nýju og stjórnvöld hafa í vaxandi mæli lagt áherslu á vöxt þessa geira," segir í tilkynningunni. Fréttir Innlent Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Velta félagshagkerfisins á Íslandi, sem nær til þess hluta hagkerfisins sem ekki er rekinn í hagnaðarskyni og til frjálsra félagasamtaka, nemur rúmum 500 milljörðum króna, eða tæplega helmingi af landsframleiðslu. Þetta kemur fram í ritinu Félagshagkerfið á Íslandi eftir dr. Ívar Jónsson, prófessor við Háskólann á Bifröst. Fram kemur í tilkynningu frá háskólanum að í ritinu sé gerð tilraun til að meta umfang félagshagkerfisins með tilliti til fjölda félaga og veltu þeirra. Skráð félög í félagshagkerfinu eru um 19 þúsund og eru húsfélög þeirra algengust, eða átta þúsund með um fimm miljarða króna veltu. Þá leiðir bókin í ljós að 137 leikfélög séu í landinu, um 200 kórar og 117 tónlistarfélög. Þá eru um 250 kvenfélög í landinu og yfir 300 foreldrafélög og samstarfsfélög foreldra og kennara. Enn fremur kemur fram í ritinu að Íslendingar leggja ekki á sig mikla sjálfboðavinnu miðað við íbúa annarra landa en þeir eru yfir meðallagi í samanburði við önnur lönd þegar um er að ræða góðgerðar- og líknarsamtök, verkalýðsfélög, stjórnmálasamtök og íþrótta- og tómstundastarfssemi. „Félagshagkerfið hefur öldum saman verið til staðar í kapítalískum hagkerfum Vesturlanda. Umfang slíkrar starfsemi hefur þó verið sveiflukennd. Á tímabilinu eftir seinni heimstyrjöldina dró úr umfangi hennar á sama tíma og ríkisreknum velferðarkerfum óx fiskur um hrygg. Með útbreiðslu ný-frjálshyggju á áttunda og níunda áratug síðustu aldar dró úr vexti velferðarkerfisins á Vesturlöndum og kröfur um niðurskurð á útgjöldum ríkisins á þessu sviði urðu áberandi. Við þessar kringumstæður hefur hagnaðarlaus atvinnustarfsemi aukist að umfangi að nýju og stjórnvöld hafa í vaxandi mæli lagt áherslu á vöxt þessa geira," segir í tilkynningunni.
Fréttir Innlent Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira