
Enski boltinn
Charlton og Everton skildu jöfn

Botnilið Charlton gerði 1-1 jafntefli við Everton í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hermann Hreiðarsson var að venju í liði Charlton, en hann varð fyrir því óláni að koma gestunum yfir með sjálfsmarki. Írski landsliðsmaðurinn Andy Reid náði þó að jafna metin fyrir Charlton og þar við sat.