Mið tekið af auknum flutningum 24. nóvember 2006 19:17 Dómsmálaráðherra segir þörf á alþjóðlegu átaki ef alvarlegt umhverfisslys verði í olíuflutningum við Ísland. Sérfræðingar spá því að innan fárra ára fari fimm hundruð olíuskip um íslenskt hafsvæði á hverju ári. Ráðherrann segir tekið mið af þessu við endurbætur á núverandi varðskipum og smíði nýrra. Í nýrir bók spáir Trausti Valsson, prófessor og skipulagsfræðingur, því að Ísland verði í þjóðleið sjóflutninga milli Kyrrahafs og Atlantshafs þegar flutningaleiðir opnist um leið og ís minnki í Norður-Íshafi. Spáir hann því að olíuflutningaskip sem fari framhjá landinu verði orðin 500 á ári eftir aðeins sjö til átta ár. Það auki hættuna á alvarlegum umhverfisslysum við strendur landsins. Fjárfesta þurfi í öflugum varðskipum ef stór flutningaskip lendi í vanda á leið sinni. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að tekið hafi verið mið af þessu í allri áætlunargerð fyrir Landhelgisgæsluna. Endurbætur hafi verið gerðar á varðskipunum Ægi og Tý og miðað við að þau geti tekist á við stærri og þyngri skip með togvindum sínum. Auk þess sé nýtt varðskip á teikniborðinu og verið að semja við skipasmíðastöð um smíði þess. Þar sé þess einnig gætt að skipið hafi dráttargetu til að sinna stærri skipum. Auk alls þessa sé hugað að mengunarmálum. Dómsmálaráðherra bendir á að ráðuneyti hans hafi efnt til ráðstefnu með fulltrúum beggja vegna Atlanthafsins þar sem sérfræðingar hafi verið fengnir til að ræða þróun mála í sjóflutningum á hafsvæðum nærri landinu. Það sé mat allra sem þar hafi setið að eitt ríki ráði ekki við þær hamfarir sem verði ef eitthvað komi fyrir skip af þeirri stærðargráðu sem hér um ræði. Því þurfi átak ríkja til að bregðast við slíku. Fréttir Innlent Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir þörf á alþjóðlegu átaki ef alvarlegt umhverfisslys verði í olíuflutningum við Ísland. Sérfræðingar spá því að innan fárra ára fari fimm hundruð olíuskip um íslenskt hafsvæði á hverju ári. Ráðherrann segir tekið mið af þessu við endurbætur á núverandi varðskipum og smíði nýrra. Í nýrir bók spáir Trausti Valsson, prófessor og skipulagsfræðingur, því að Ísland verði í þjóðleið sjóflutninga milli Kyrrahafs og Atlantshafs þegar flutningaleiðir opnist um leið og ís minnki í Norður-Íshafi. Spáir hann því að olíuflutningaskip sem fari framhjá landinu verði orðin 500 á ári eftir aðeins sjö til átta ár. Það auki hættuna á alvarlegum umhverfisslysum við strendur landsins. Fjárfesta þurfi í öflugum varðskipum ef stór flutningaskip lendi í vanda á leið sinni. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að tekið hafi verið mið af þessu í allri áætlunargerð fyrir Landhelgisgæsluna. Endurbætur hafi verið gerðar á varðskipunum Ægi og Tý og miðað við að þau geti tekist á við stærri og þyngri skip með togvindum sínum. Auk þess sé nýtt varðskip á teikniborðinu og verið að semja við skipasmíðastöð um smíði þess. Þar sé þess einnig gætt að skipið hafi dráttargetu til að sinna stærri skipum. Auk alls þessa sé hugað að mengunarmálum. Dómsmálaráðherra bendir á að ráðuneyti hans hafi efnt til ráðstefnu með fulltrúum beggja vegna Atlanthafsins þar sem sérfræðingar hafi verið fengnir til að ræða þróun mála í sjóflutningum á hafsvæðum nærri landinu. Það sé mat allra sem þar hafi setið að eitt ríki ráði ekki við þær hamfarir sem verði ef eitthvað komi fyrir skip af þeirri stærðargráðu sem hér um ræði. Því þurfi átak ríkja til að bregðast við slíku.
Fréttir Innlent Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Sjá meira