
Enski boltinn
West Ham gerir tilboð í Wright-Phillips

Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hefur gert Chelsea formlega fyrirspurn í kantmanninn Shaun Wright-Phillips. Forráðamenn Chelsea staðfestu þetta við breska sjónavarpið og talið er að West Ham sé tilbúið að greiða allt að 10 milljónir punda fyrir Phillips, sem gekk í raðir Chelsea frá Manchester City fyrir 21 milljón punda árið 2005 og verða það að teljast einhver glórulausustu kaup í sögu enskrar knattspyrnu.