Upphitun fyrir enska boltann um helgina 24. nóvember 2006 15:55 Wayne Rooney hefur tapað fimm af sjö leikjum sínum gegn Chelsea á ferlinum. NordicPhotos/GettyImages Það verður mikið fjör í ensku úrvalsdeildinni um helgina þar sem hápunkturinn verður viðureign Manchester United og Chelsea á sunnudag. Hér fyrir neðan eru nokkrir punktar um leiki helgarinnar. Laugardagur: Charlton - Everton. Charlton hefur fengið á sig flest mörk frá varamönnum andstæðinganna á tímabilinu - alls fimm. Charlton hefur gengið afleitlega í upphafi leiktíðar og var knattspyrnustjórinn Ian Dowie látinn taka pokann sinn fyrir skömmu. Aston Villa - Middlesbrough. Fimm að síðustu sjö viðureignum þessara liða í í úrvalsdeildinni hafa endað með útisigri. Fulham - Reading. Síðast þegar þessi lið mættust í deildarkeppni var árið 1999 og þá voru bæði lið í 1. deildinni. Þá var Chris Coleman stjóri Fulham leikmaður liðsins og Fulham vann 1-0. Liverpool - Man City. Leikmenn City hafa fengið rautt spjald í tveimur af síðustu fjórum leikjum sínum við Liverpool. Joey Barton í febrúar sl. og Richard Dunne í ágúst 2004. West Ham - Sheff Utd. Englendingar hafa skorað öll mörk West Ham í úrvalsdeildinni til þessa í vetur - en það er árangur sem ekkert annað lið getur státað af. Bolton - Arsenal. Þessi lið hafa aldrei gert markalaust jafntefli síðan úrvalsdeildin var stofnuð, svo reikna má með því að mörk verði skoruð á morgun þó Thierry Henry verði ekki í liði Arsenal vegna meiðsla. Sunnudagur. Newcastle - Portsmouth. Andy Cole hefur skorað 11 mörk í 17 leikjum gegn sínum gömlu félögum í Newcastle, en það er það mesta sem þessi mikli markahrókur hefur skorað gegn nokkru öðru liði á ferlinum. Tottenham - Wigan. Liði Tottenham hefur gengið afleitlega í deildinni en einstaklega vel í Evrópukeppninni. Emile Heskey hjá Wigan hefur alltaf landað liði sínu sigri þegar hann hefur náð að skora mark gegn Tottenham. Manchester United - Chelsea. Wayne Rooney hefur tapað fimm af þeim sjö leikjum sem hann hefur spilað gegn Chelsea í úrvalsdeildinni. Chelsea tókst ekki að skora á Old Trafford í heimsókn sinni þangað á síðasta keppnistímabili - en það var í fyrsta skipti sem United hélt hreinu gegn Chelsea á Old Trafford síðan í apríl árið 1995. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Sjá meira
Það verður mikið fjör í ensku úrvalsdeildinni um helgina þar sem hápunkturinn verður viðureign Manchester United og Chelsea á sunnudag. Hér fyrir neðan eru nokkrir punktar um leiki helgarinnar. Laugardagur: Charlton - Everton. Charlton hefur fengið á sig flest mörk frá varamönnum andstæðinganna á tímabilinu - alls fimm. Charlton hefur gengið afleitlega í upphafi leiktíðar og var knattspyrnustjórinn Ian Dowie látinn taka pokann sinn fyrir skömmu. Aston Villa - Middlesbrough. Fimm að síðustu sjö viðureignum þessara liða í í úrvalsdeildinni hafa endað með útisigri. Fulham - Reading. Síðast þegar þessi lið mættust í deildarkeppni var árið 1999 og þá voru bæði lið í 1. deildinni. Þá var Chris Coleman stjóri Fulham leikmaður liðsins og Fulham vann 1-0. Liverpool - Man City. Leikmenn City hafa fengið rautt spjald í tveimur af síðustu fjórum leikjum sínum við Liverpool. Joey Barton í febrúar sl. og Richard Dunne í ágúst 2004. West Ham - Sheff Utd. Englendingar hafa skorað öll mörk West Ham í úrvalsdeildinni til þessa í vetur - en það er árangur sem ekkert annað lið getur státað af. Bolton - Arsenal. Þessi lið hafa aldrei gert markalaust jafntefli síðan úrvalsdeildin var stofnuð, svo reikna má með því að mörk verði skoruð á morgun þó Thierry Henry verði ekki í liði Arsenal vegna meiðsla. Sunnudagur. Newcastle - Portsmouth. Andy Cole hefur skorað 11 mörk í 17 leikjum gegn sínum gömlu félögum í Newcastle, en það er það mesta sem þessi mikli markahrókur hefur skorað gegn nokkru öðru liði á ferlinum. Tottenham - Wigan. Liði Tottenham hefur gengið afleitlega í deildinni en einstaklega vel í Evrópukeppninni. Emile Heskey hjá Wigan hefur alltaf landað liði sínu sigri þegar hann hefur náð að skora mark gegn Tottenham. Manchester United - Chelsea. Wayne Rooney hefur tapað fimm af þeim sjö leikjum sem hann hefur spilað gegn Chelsea í úrvalsdeildinni. Chelsea tókst ekki að skora á Old Trafford í heimsókn sinni þangað á síðasta keppnistímabili - en það var í fyrsta skipti sem United hélt hreinu gegn Chelsea á Old Trafford síðan í apríl árið 1995.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Sjá meira