HM timburmenn í Þýskalandi 23. nóvember 2006 17:30 Heimsmeistaramótið í Þýskalandi heppnaðist einstaklega vel eins og reiknað hafði verið með Stærsti knattspyrnuviðburður sögunnar endaði með glæsibrag í Berlín í Þýskalandi þann 9. júlí í sumar þegar HM lauk með sigri Ítala. Þó þýsk knattspyrna megi ef til vill muna fífil sinn fegurri, var afkoman af keppnishaldinu mjög góð. Ekki eru allir á eitt sáttir um hvað gera eigi við rekstrarafkomuna. Þó tæplega 40.000 áhorfendur mæti að meðaltali á hvern leik í þýsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð, eru ekki allir sammála um að knattspyrnan sé betri en áður og vísa menn þar til að mynda í verstu byrjun meistara Bayern Munchen í yfir þrjá áratugi. Þjóðverjar eiga enn fjögur lið í Evrópukeppnunum, þar sem mestar vonir eru ef til vill bundnar við skemmtilegt lið Werder Bremen en gömlu refina í Bayern Munchen. "Það vantar ekkert upp á stemminguna á pöllunum í ár, en það sama verður ef til vill ekki sagt um frammistöðu leikmanna á völlunum, " sagði Franz Beckenbeauer, sem veitti HM í Þýskalandi forstöðu. HM er enn með okkur, þó draumurinn endist ekki að eilífu," sagði "Keisarinn" en helsta von Þjóðverja á alþjóðasviðinu í dag er eftirvill ungt og skemmtilegt landsliðið sem náði prýðilegum árangri á HM og hefur ekki misst dampinn síðan. Á meðan knattspyrnan sjálf er ekki upp á sitt besta, gengur efnahagurinn mjög vel og það eina sem varpar skugga á knattspyrnuna í Þýskalandi í ár eru tíð ólæti á áhorfendapöllunum í landinu. Lögregla hefur haft í næg horn að líta í deildarkeppnum þar í vetur - þvert á annars mjög friðsælt heimsmeistaramót. Það er einmitt þess vegna sem Sepp Blatter, forseti FIFA, vill að stórum hluta þess 116 milljón dollara hagnaði sem kom í kassann af heimsmeistaramótinu verði varið í að efla löggæslu á knattspyrnuleikjum. Lögregluyfirvöld í Þýskalandi eru mjög ósátt við þessar tillögur og vilja heldur að hagnaðinum verði dreift á stéttarfélög lögreglumanna - og ekki af ástæðulausu. Tvær milljónir gesta heimsóttu Þýskaland í tengslum við HM í sumar og þurftu lögregluyfirvöld í landinu að bera kostnaðinn af því að greiða löggæslumönnum hvorki meira né minna en 70.000 yfirvinnustundir til að halda friðinn. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Stærsti knattspyrnuviðburður sögunnar endaði með glæsibrag í Berlín í Þýskalandi þann 9. júlí í sumar þegar HM lauk með sigri Ítala. Þó þýsk knattspyrna megi ef til vill muna fífil sinn fegurri, var afkoman af keppnishaldinu mjög góð. Ekki eru allir á eitt sáttir um hvað gera eigi við rekstrarafkomuna. Þó tæplega 40.000 áhorfendur mæti að meðaltali á hvern leik í þýsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð, eru ekki allir sammála um að knattspyrnan sé betri en áður og vísa menn þar til að mynda í verstu byrjun meistara Bayern Munchen í yfir þrjá áratugi. Þjóðverjar eiga enn fjögur lið í Evrópukeppnunum, þar sem mestar vonir eru ef til vill bundnar við skemmtilegt lið Werder Bremen en gömlu refina í Bayern Munchen. "Það vantar ekkert upp á stemminguna á pöllunum í ár, en það sama verður ef til vill ekki sagt um frammistöðu leikmanna á völlunum, " sagði Franz Beckenbeauer, sem veitti HM í Þýskalandi forstöðu. HM er enn með okkur, þó draumurinn endist ekki að eilífu," sagði "Keisarinn" en helsta von Þjóðverja á alþjóðasviðinu í dag er eftirvill ungt og skemmtilegt landsliðið sem náði prýðilegum árangri á HM og hefur ekki misst dampinn síðan. Á meðan knattspyrnan sjálf er ekki upp á sitt besta, gengur efnahagurinn mjög vel og það eina sem varpar skugga á knattspyrnuna í Þýskalandi í ár eru tíð ólæti á áhorfendapöllunum í landinu. Lögregla hefur haft í næg horn að líta í deildarkeppnum þar í vetur - þvert á annars mjög friðsælt heimsmeistaramót. Það er einmitt þess vegna sem Sepp Blatter, forseti FIFA, vill að stórum hluta þess 116 milljón dollara hagnaði sem kom í kassann af heimsmeistaramótinu verði varið í að efla löggæslu á knattspyrnuleikjum. Lögregluyfirvöld í Þýskalandi eru mjög ósátt við þessar tillögur og vilja heldur að hagnaðinum verði dreift á stéttarfélög lögreglumanna - og ekki af ástæðulausu. Tvær milljónir gesta heimsóttu Þýskaland í tengslum við HM í sumar og þurftu lögregluyfirvöld í landinu að bera kostnaðinn af því að greiða löggæslumönnum hvorki meira né minna en 70.000 yfirvinnustundir til að halda friðinn.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira