Framlög fyrirtækja og einstaklinga verði ekki hærri en 300 þúsund 22. nóvember 2006 14:59 MYND/Baldur Styrkir einstaklinga og fyrirtækja til stjórnmálaflokka og frambjóðenda í prófkjörum mega aldrei verða hærri en þrjú hundruð þúsund krónur samkvæmt tillögum nefndar um lagalega umgjörð stjórnmálastarfsemi sem kynntar voru í Stjórnarráðinu í dag. Geir H. Haarde forsætisráðherra, Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins kynntu tillögurnar en Kjartan og Sigurður voru meðal fulltrúa sinna flokka í nefndinni, en í henni áttu fulltrúar allra stjórnmálaflokka á Alþingi sæti. Samkvæmt tillögunum verða flokkarnir að gefa upp þá lögaðila sem styrkja þá og getur fyrirtækjasamstæða aðeins gefið 300 þúsund krónur en einstök dótturfyrirtæki ekki. Ekki þarf hins vegar að geta þess í ársreikningum flokkanna hvaða einstaklingar styrkja þá. Frambjóðendur í prófkjörum flokkanna mega samkvæmt tillögunum aðeins verja einni milljón króna í framboðið auk álags sem miðast við fjölda íbúa í kjördæminu. Þannig getur frambjóðandi í prófkjöri í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur hæst varið 7,5 milljónum til framboðsins. Sömu reglur gilda um forsetakosningar og þá er í fyrsta sinn gert ráð fyrir að frambjóðendur til forseta lýðveldisins fái styrki frá ríkinu fái þeir tíu prósenta fylgi eða meira í forsetakosningum. Enn fremur er sveitarfélögum þar sem fleiri en 500 manns búa skylt að styrkja framboð en þau ákveða sjálf upphæðina. Stjórnmálaflokkunum verður samkvæmt tillögunum skylt að skila endurkoðuðum ársreikningum til Ríkisendurskoðunar en brot á þeim reglum getur varðað sektum eða allt að sex ára fangelsi. Samstaða er meðal stjórnmálaflokkanna um tillögunar og er reiknað með því að formenn flokkanna leggi fram þingmannafrumvarp byggt á tillögunum á yfirstandandi þingi og að það verði samþykkt í vetur þannig að reglurnar gildi í þingkosningunum næsta vor. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Vor í Árborg – Fjögurra daga fjölskylduhátíð Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Sjá meira
Styrkir einstaklinga og fyrirtækja til stjórnmálaflokka og frambjóðenda í prófkjörum mega aldrei verða hærri en þrjú hundruð þúsund krónur samkvæmt tillögum nefndar um lagalega umgjörð stjórnmálastarfsemi sem kynntar voru í Stjórnarráðinu í dag. Geir H. Haarde forsætisráðherra, Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins kynntu tillögurnar en Kjartan og Sigurður voru meðal fulltrúa sinna flokka í nefndinni, en í henni áttu fulltrúar allra stjórnmálaflokka á Alþingi sæti. Samkvæmt tillögunum verða flokkarnir að gefa upp þá lögaðila sem styrkja þá og getur fyrirtækjasamstæða aðeins gefið 300 þúsund krónur en einstök dótturfyrirtæki ekki. Ekki þarf hins vegar að geta þess í ársreikningum flokkanna hvaða einstaklingar styrkja þá. Frambjóðendur í prófkjörum flokkanna mega samkvæmt tillögunum aðeins verja einni milljón króna í framboðið auk álags sem miðast við fjölda íbúa í kjördæminu. Þannig getur frambjóðandi í prófkjöri í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur hæst varið 7,5 milljónum til framboðsins. Sömu reglur gilda um forsetakosningar og þá er í fyrsta sinn gert ráð fyrir að frambjóðendur til forseta lýðveldisins fái styrki frá ríkinu fái þeir tíu prósenta fylgi eða meira í forsetakosningum. Enn fremur er sveitarfélögum þar sem fleiri en 500 manns búa skylt að styrkja framboð en þau ákveða sjálf upphæðina. Stjórnmálaflokkunum verður samkvæmt tillögunum skylt að skila endurkoðuðum ársreikningum til Ríkisendurskoðunar en brot á þeim reglum getur varðað sektum eða allt að sex ára fangelsi. Samstaða er meðal stjórnmálaflokkanna um tillögunar og er reiknað með því að formenn flokkanna leggi fram þingmannafrumvarp byggt á tillögunum á yfirstandandi þingi og að það verði samþykkt í vetur þannig að reglurnar gildi í þingkosningunum næsta vor.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Vor í Árborg – Fjögurra daga fjölskylduhátíð Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Sjá meira