Spennusagnasíðdegi 22. nóvember 2006 14:26 Alla fimmtudaga fram að jólum verður spennusagnasíðdegi í Kórnum á fyrstu hæð Bókasafns Kópavogs. Það er haldið í samstarfi Bókabúðarinnar Hamraborg, Bókasafnsins og Kaffibúðarinnar í Hamraborg. Fyrsta kvöldið er fimmtudaginn 23. nóvember og hefst klukkan 17.15. Að þessu sinni kynna þrír spennusagnahöfundar nýútkomin verk. Jökull Valsson hefur áður gefið út Börnin í Húmdölum sem fékk góðar viðtökur. Hann les nú upp úr Skuldadögum, sögu úr undirheimum eiturlyfja í Reykjavík, "bráðlifandi og grátbroslega lýsingu á raunum ungs gæfulauss einstaklings sem þráir hið ljúfa líf og skjótfenginn gróða en uppsker ekkert nema vandræði" eins og segir hjá útgefanda. Páll Kr. Pálsson og Árni Þórarinsson eru báðir höfundar fjölmargra bóka sem komið hafa út á undanförnum árum, eins og landslýður þekkir. Fyrir fjórum árum skrifuðu þeir svo saman bókina Í upphafi var morðið - nú senda þeir frá sér bókina Farþeginn, spennusögu um ferðalag í leigubíl sem tekur óvænta stefnu. Páll Kristinn mætir og les upp úr bókinni fyrir viðstadda. Ævar Örn Jósepsson sendir nú frá sér bókina Sá yðar sem syndlaus er - en áður hafa komið út margar spennusögur hans sem fengið hafa afbragðs viðtökur, og er skemmst að minnast Blóðbergs frá því í fyrra. Sá yðar sem syndlaus er fjallar um miðaldra karlmann sem skilur við eiginkonu sína eftir áratuga hjónaband og missir fótanna... Allir velkomnir! Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira
Alla fimmtudaga fram að jólum verður spennusagnasíðdegi í Kórnum á fyrstu hæð Bókasafns Kópavogs. Það er haldið í samstarfi Bókabúðarinnar Hamraborg, Bókasafnsins og Kaffibúðarinnar í Hamraborg. Fyrsta kvöldið er fimmtudaginn 23. nóvember og hefst klukkan 17.15. Að þessu sinni kynna þrír spennusagnahöfundar nýútkomin verk. Jökull Valsson hefur áður gefið út Börnin í Húmdölum sem fékk góðar viðtökur. Hann les nú upp úr Skuldadögum, sögu úr undirheimum eiturlyfja í Reykjavík, "bráðlifandi og grátbroslega lýsingu á raunum ungs gæfulauss einstaklings sem þráir hið ljúfa líf og skjótfenginn gróða en uppsker ekkert nema vandræði" eins og segir hjá útgefanda. Páll Kr. Pálsson og Árni Þórarinsson eru báðir höfundar fjölmargra bóka sem komið hafa út á undanförnum árum, eins og landslýður þekkir. Fyrir fjórum árum skrifuðu þeir svo saman bókina Í upphafi var morðið - nú senda þeir frá sér bókina Farþeginn, spennusögu um ferðalag í leigubíl sem tekur óvænta stefnu. Páll Kristinn mætir og les upp úr bókinni fyrir viðstadda. Ævar Örn Jósepsson sendir nú frá sér bókina Sá yðar sem syndlaus er - en áður hafa komið út margar spennusögur hans sem fengið hafa afbragðs viðtökur, og er skemmst að minnast Blóðbergs frá því í fyrra. Sá yðar sem syndlaus er fjallar um miðaldra karlmann sem skilur við eiginkonu sína eftir áratuga hjónaband og missir fótanna... Allir velkomnir!
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira