Wagner í Háskólabíói 22. nóvember 2006 10:02 Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur í Háskólabíói fimmtudaginn 23. nóvember óperutónlist eftir Richard Wagner ásamt fjórum einsöngvurum og kór. Á efnisskránni eru forleikurinnn að Tristan og Isolde og 3. þáttur óperunnar Parsifal, hins margslungna verks sem var aldarfjórðung í smíðum hjá höfundi. Það er sannkallaður hvalreki fyrir íslenska óperuunnendur að lokaþáttur þessarar mögnuðu óperu skuli nú heyrast á íslensku tónleikasviði í fyrsta sinn. Ekki síður er það það fagnaðarefni að fá Kristinn Sigmundsson á svið með Sinfóníuhljómsveitinni ásamt þeim Kolbeini Ketilssyni, Wolfgang Schöne og Ruth Marie Nicolay sem hleypur í skarðið fyrir Petru Lang sem forfallaðist. Karlakórinn Fóstbræður og kvenraddir úr Hljómeyki syngja á tónleikunum en kórstjóri er Árni Harðarson. Hljómsveitarstjóri er Johannes Fritzsch. Parsifal er bæði óvenjuleg og einstaklega áhrifamikil ópera. Í henni blandast kristin trú og goðsagnir við upphafna tónlist sem oft er varla af þessum heimi. Parsifal er ung og saklaus hetja, sá eini sem getur læknað sár Amfortasar, sem gætir kaleiksins sem Kristur drakk af við síðustu kvöldmáltíðina. Með því að afneita sjálfum sér tekst Parsifal að frelsa Amfortas og menn hans undan áhrifum Klingsors hins illa. Tónleikar hefjast klukkan 19:30, í Háskólabíói, fimmtudaginn 23. nóvember Hljómsveitarstjóri: Johannes Fritzsch Einsöngvarar: Wolfgang Schöne, Ruth Marie Nicolay, Kristinn Sigmundsson, Kolbeinn J. Ketilsson Kór: Karlakórinn Fóstbræður og kvenraddir úr Hljómeyki Kórstjóri: Árni Harðarson Richard Wagner: Tristan & Isolde, Prelude & Lieberstod Richard Wagner: Parsifal 3. þáttur EFNISSKRÁ: http://www.sinfonia.is/default.asp?page_id=7169 Æfingar verða í Háskólabíói sem hér segir Þriðjudagur, kl. 9.30 - 12.45 Miðvikudagur, 9.30 - 12.45 Fimmtudagur, 9.30 - 12.45 Mest lesið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Risanöfn úr tónlistarheiminum á Secret Solstice hátíðinni Lífið Pelsafár hraustra karlmanna geisar á landinu Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið „Unun að troðið sé á manni þegar svona er“ Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur í Háskólabíói fimmtudaginn 23. nóvember óperutónlist eftir Richard Wagner ásamt fjórum einsöngvurum og kór. Á efnisskránni eru forleikurinnn að Tristan og Isolde og 3. þáttur óperunnar Parsifal, hins margslungna verks sem var aldarfjórðung í smíðum hjá höfundi. Það er sannkallaður hvalreki fyrir íslenska óperuunnendur að lokaþáttur þessarar mögnuðu óperu skuli nú heyrast á íslensku tónleikasviði í fyrsta sinn. Ekki síður er það það fagnaðarefni að fá Kristinn Sigmundsson á svið með Sinfóníuhljómsveitinni ásamt þeim Kolbeini Ketilssyni, Wolfgang Schöne og Ruth Marie Nicolay sem hleypur í skarðið fyrir Petru Lang sem forfallaðist. Karlakórinn Fóstbræður og kvenraddir úr Hljómeyki syngja á tónleikunum en kórstjóri er Árni Harðarson. Hljómsveitarstjóri er Johannes Fritzsch. Parsifal er bæði óvenjuleg og einstaklega áhrifamikil ópera. Í henni blandast kristin trú og goðsagnir við upphafna tónlist sem oft er varla af þessum heimi. Parsifal er ung og saklaus hetja, sá eini sem getur læknað sár Amfortasar, sem gætir kaleiksins sem Kristur drakk af við síðustu kvöldmáltíðina. Með því að afneita sjálfum sér tekst Parsifal að frelsa Amfortas og menn hans undan áhrifum Klingsors hins illa. Tónleikar hefjast klukkan 19:30, í Háskólabíói, fimmtudaginn 23. nóvember Hljómsveitarstjóri: Johannes Fritzsch Einsöngvarar: Wolfgang Schöne, Ruth Marie Nicolay, Kristinn Sigmundsson, Kolbeinn J. Ketilsson Kór: Karlakórinn Fóstbræður og kvenraddir úr Hljómeyki Kórstjóri: Árni Harðarson Richard Wagner: Tristan & Isolde, Prelude & Lieberstod Richard Wagner: Parsifal 3. þáttur EFNISSKRÁ: http://www.sinfonia.is/default.asp?page_id=7169 Æfingar verða í Háskólabíói sem hér segir Þriðjudagur, kl. 9.30 - 12.45 Miðvikudagur, 9.30 - 12.45 Fimmtudagur, 9.30 - 12.45
Mest lesið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Risanöfn úr tónlistarheiminum á Secret Solstice hátíðinni Lífið Pelsafár hraustra karlmanna geisar á landinu Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið „Unun að troðið sé á manni þegar svona er“ Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira