Íslendingar eignast West Ham 21. nóvember 2006 19:07 Eggert Magnússon og fjárfestar að baki honum sömdu í dag um kaup á meirihluta í breska knattspyrnufélaginu West Ham United. Kaupverðið er jafnvirði rúmra 14 milljarða íslenskra króna. Barist hefur verið um félagið síðustu vikur og einvígið staðið milli Eggerts og íranskættaða kaupsýslumannsins Kia Joorabchian, sem búsettur er í Bretlandi. Ekkert bólaði á formlegu kauptilboði frá Joorabchian en Eggert lagði fram tilboð sitt í gær. Það var samþykkt og gengið frá kaupunum í morgun. Að baki Eggerti standa þeir Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, og Sighvatur Bjarnason, forstjóri Fisco, en sá síðarnefndi mun vera West Ham stuðningsmaður til margra ára. Eggert segir verðið á hlutafénu um 85 milljónir punda auk þess sem teknar séu yfir skuldir upp á um 23 milljónir punda. Samanlagt 108 milljónir, jafnvirði rúmra 14 milljarða íslenskra króna. West Ham er nú í fimmta neðsta sæti úrvaldeildarinnar og fallið bæði úr Evrópukeppni félagsliða og enska deildarbikarnum. Framtíð þjálfarans, Alans Pardews, er þó trygg að sögn Eggerts sem tekur við stjórnarformennsku af Terrence Brown, sem verður áfram í stjórn félagsins. Þeirra bíður nú erfitt verkefni. Kaup Eggert á West Ham hafa vakið athygli ytra og hafa enskir miðlar leitað upplýsinga hjá íslenskum íþróttafréttamönnum og var Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður á NFS og Sýn, meðal annars í beinni útsendingu hjá Sky Sports News og Sky News í morgun til að svara spurningum um Eggert og Björgólf. Sagði hann stuðningsmannahóp West Ham á Íslandi ekki stóran, en margir eldri knattspyrnuáhugamenn þekktu gullaldarárin þegar Bobby Moore og Geoff Hurst voru upp á sitt besta. Hann sagði Eggert þekkja sögu félagsins vel og hefðir tengdar því. Fréttir Innlent Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira
Eggert Magnússon og fjárfestar að baki honum sömdu í dag um kaup á meirihluta í breska knattspyrnufélaginu West Ham United. Kaupverðið er jafnvirði rúmra 14 milljarða íslenskra króna. Barist hefur verið um félagið síðustu vikur og einvígið staðið milli Eggerts og íranskættaða kaupsýslumannsins Kia Joorabchian, sem búsettur er í Bretlandi. Ekkert bólaði á formlegu kauptilboði frá Joorabchian en Eggert lagði fram tilboð sitt í gær. Það var samþykkt og gengið frá kaupunum í morgun. Að baki Eggerti standa þeir Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, og Sighvatur Bjarnason, forstjóri Fisco, en sá síðarnefndi mun vera West Ham stuðningsmaður til margra ára. Eggert segir verðið á hlutafénu um 85 milljónir punda auk þess sem teknar séu yfir skuldir upp á um 23 milljónir punda. Samanlagt 108 milljónir, jafnvirði rúmra 14 milljarða íslenskra króna. West Ham er nú í fimmta neðsta sæti úrvaldeildarinnar og fallið bæði úr Evrópukeppni félagsliða og enska deildarbikarnum. Framtíð þjálfarans, Alans Pardews, er þó trygg að sögn Eggerts sem tekur við stjórnarformennsku af Terrence Brown, sem verður áfram í stjórn félagsins. Þeirra bíður nú erfitt verkefni. Kaup Eggert á West Ham hafa vakið athygli ytra og hafa enskir miðlar leitað upplýsinga hjá íslenskum íþróttafréttamönnum og var Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður á NFS og Sýn, meðal annars í beinni útsendingu hjá Sky Sports News og Sky News í morgun til að svara spurningum um Eggert og Björgólf. Sagði hann stuðningsmannahóp West Ham á Íslandi ekki stóran, en margir eldri knattspyrnuáhugamenn þekktu gullaldarárin þegar Bobby Moore og Geoff Hurst voru upp á sitt besta. Hann sagði Eggert þekkja sögu félagsins vel og hefðir tengdar því.
Fréttir Innlent Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira