Íslendingur enn í lífshættu eftir líkamsárás í Lundúnum 21. nóvember 2006 17:23 MYND/Reuters Íslendingurinn sem ráðist var á í austurhluta Lundúna að morgni síðastliðins sunnudags er enn á gjörgæsludeild og í lífshættu. Maðurinn er 36 ára og heitir Haraldur Hannes Guðmundsson og hafa aðstandendur hans hafi fjárstöfnun honum til stuðnings. Að sögn Harðar Helga Helgasonar, aðstandanda Haraldar, hefur Haraldur búið með konu sinni í Lundúnum í sjö ár en þar starfar hann sem ljósmyndari. Þrír hettuklæddir menn réðust á hann á sunnudagsmorgun þar sem hann var á reiðhjóli skammt frá heimili sínu. Árásin var algjörlega tilefnislaus en hún náðist á öryggismyndavél auk þess sem vitni urðu að ódæðinu.Fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum Haraldar að hann hafi í kjölfarið verið fluttur á nálægt bráðasjúkrahús þar sem hann gekkst undir sex klukkustunda langa aðgerð. Aðgerðin tókst vel en sökum alvarlegra höfuðáverka liggur Haraldur Hannes á gjörgæsludeild og er í lífshættu.Aðstandendur Haraldar vilja koma á framfæri kæru þakklæti til alls þess fjölda fólks sem hefur haft samband, komið á framfæri kveðjum og hafa beðið fyrir góðum bata hans og um leið hafa þeir stofnað reikning í nafni hans hjá SPRON.Að sögn Harðar Helga er það gert vegna þess hve alvarleg meiðsli hans eru og því óvíst hversu vel hann nær sér og þá hversu langan tíma hann er að ná bata. Hörður Helgi segir ekki ljóst hvort Haraldur hafi orðið fyrir heilaskaða í árásinni. Reikningurinn sem stofnaður hefur verið í nafni Haraldar er með númerið 1150-26-26600, kt. 070970-4229.Að sögn Sigurðar Arnarsonar, sendirráðsprests í Lundúnum, liggur ekki fyrir hvort árásarmennirnir hafi verið handteknir en miklar annir hafi verið hjá lögreglunni í Lundúnum nú eftir helgina. Hann segir ekki óeðliegt að hlutir sem þessir taki langan tíma hjá lögreglunni þar í borg. Fréttir Innlent Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Íslendingurinn sem ráðist var á í austurhluta Lundúna að morgni síðastliðins sunnudags er enn á gjörgæsludeild og í lífshættu. Maðurinn er 36 ára og heitir Haraldur Hannes Guðmundsson og hafa aðstandendur hans hafi fjárstöfnun honum til stuðnings. Að sögn Harðar Helga Helgasonar, aðstandanda Haraldar, hefur Haraldur búið með konu sinni í Lundúnum í sjö ár en þar starfar hann sem ljósmyndari. Þrír hettuklæddir menn réðust á hann á sunnudagsmorgun þar sem hann var á reiðhjóli skammt frá heimili sínu. Árásin var algjörlega tilefnislaus en hún náðist á öryggismyndavél auk þess sem vitni urðu að ódæðinu.Fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum Haraldar að hann hafi í kjölfarið verið fluttur á nálægt bráðasjúkrahús þar sem hann gekkst undir sex klukkustunda langa aðgerð. Aðgerðin tókst vel en sökum alvarlegra höfuðáverka liggur Haraldur Hannes á gjörgæsludeild og er í lífshættu.Aðstandendur Haraldar vilja koma á framfæri kæru þakklæti til alls þess fjölda fólks sem hefur haft samband, komið á framfæri kveðjum og hafa beðið fyrir góðum bata hans og um leið hafa þeir stofnað reikning í nafni hans hjá SPRON.Að sögn Harðar Helga er það gert vegna þess hve alvarleg meiðsli hans eru og því óvíst hversu vel hann nær sér og þá hversu langan tíma hann er að ná bata. Hörður Helgi segir ekki ljóst hvort Haraldur hafi orðið fyrir heilaskaða í árásinni. Reikningurinn sem stofnaður hefur verið í nafni Haraldar er með númerið 1150-26-26600, kt. 070970-4229.Að sögn Sigurðar Arnarsonar, sendirráðsprests í Lundúnum, liggur ekki fyrir hvort árásarmennirnir hafi verið handteknir en miklar annir hafi verið hjá lögreglunni í Lundúnum nú eftir helgina. Hann segir ekki óeðliegt að hlutir sem þessir taki langan tíma hjá lögreglunni þar í borg.
Fréttir Innlent Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira