Innlent

Actavis kaupir meirihluta í rússnesku lyfjafyrirtæki

Actavis hefur keypt 51 prósents hlut í rússneska lyfjafyrirtækinu ZiO Zdorovje. Kaupverðið er 47 milljónir evra eða um 4,2 milljarðar króna samkvæmt tilkynningu frá félaginu en þar af verður um helmingnum varið til að stækka verksmiðju ZiO og þannig auka framleiðslugetu fyrirtækisins.

Ráðist er í kaupin meðal annars vegna þess að Rússlandsmarkaður er meðal þeirra samheitalyfjamarkaða sem vaxa einna hraðast í heiminum og er reiknað með 15-17 prósenta árlegum vexti á næstu fimm árum. Actavis er nú þegar í hópi 10 stærstu samheitalyfjafyrirtækja í Rússlandi og með kaupunum styrkir félagið enn frekar stöðu sína þar.

Starfsemi ZiO er í borginni Podolsk sem er um 20 km frá Moskvu og eru starfsmenn um 140. Búist er við að tekjur félagsins á árinu nemi um 1,9 milljörðum króna og tæpum milljarði meiri á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×