Erninum Sigurerni þyrmt 20. nóvember 2006 12:08 Örninn Sigurörn í Húsdýragarðinum MYND/Stefám Það er dauft yfir Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík. Í morgun var öllum hænum, aligæsum og aliöndum í garðinum fargað og matargjöfum til hundraða villtra fugla hætt. Tveir dýralæknar fóru um garðinn í morgun og förguðu á annan tug alifugla með eitri. Það var því óvenju hljótt í garðinum í morgun og dauft yfir starfsfólkinu, skiljanlega. Eftir eru tveir fálkar og haförn, sem hafa verið vistaðir í garðinum um stundarsakir Þessir fuglar sem við sjáum hér eru villtir fuglar sem hefur verið gefið í garðinum en því á að hætta. Að sögn forstöðumannsins koma nokkur hundruð fuglar á dag í leit að æti en með því að hætta að gefa þeim flæmst þeir væntanlega í burtu. Síðustu mánuði hefur Landbúnaðarstofnun skimað fyrir fuglaflensu í ljósi yfirvofandi hættu á að hið skæða afbrigði fuglaflensu H5N1 geti borist til landsins. Tekin voru 160 blóðsýni af alifuglategundum sem öll voru neikvæð nema sýni sem tekin voru nýlega í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Þar voru tekin sýni úr 10 landnámshænum og reyndust fjögur jákvæð vegna mótefna gegn vægum tegundum af fluglaflensu af H5-stofni. Þrátt fyrir að mótefni hafi aðeins fundist gegn vægum afbrigðum af fuglaflensu og engin merki hafi verið um veikindi í fuglunum taldi Landbúnaðarstofnun nauðsynlegt að brugðist væri við með því að aflífa fuglana og varð landbúnaðarráðherra við þeirri tillögu. Alþjóðadýraheilbirgðisstofnunin hefur lagt til að fuglum þar sem H5-stofninn finnst verði fargað en vísindamenn telja að ef H5 veira sé fyrir hendi í fuglum geti verið hætta á að hún breytist úr því að vera væg yfir í að verða skæð. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Það er dauft yfir Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík. Í morgun var öllum hænum, aligæsum og aliöndum í garðinum fargað og matargjöfum til hundraða villtra fugla hætt. Tveir dýralæknar fóru um garðinn í morgun og förguðu á annan tug alifugla með eitri. Það var því óvenju hljótt í garðinum í morgun og dauft yfir starfsfólkinu, skiljanlega. Eftir eru tveir fálkar og haförn, sem hafa verið vistaðir í garðinum um stundarsakir Þessir fuglar sem við sjáum hér eru villtir fuglar sem hefur verið gefið í garðinum en því á að hætta. Að sögn forstöðumannsins koma nokkur hundruð fuglar á dag í leit að æti en með því að hætta að gefa þeim flæmst þeir væntanlega í burtu. Síðustu mánuði hefur Landbúnaðarstofnun skimað fyrir fuglaflensu í ljósi yfirvofandi hættu á að hið skæða afbrigði fuglaflensu H5N1 geti borist til landsins. Tekin voru 160 blóðsýni af alifuglategundum sem öll voru neikvæð nema sýni sem tekin voru nýlega í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Þar voru tekin sýni úr 10 landnámshænum og reyndust fjögur jákvæð vegna mótefna gegn vægum tegundum af fluglaflensu af H5-stofni. Þrátt fyrir að mótefni hafi aðeins fundist gegn vægum afbrigðum af fuglaflensu og engin merki hafi verið um veikindi í fuglunum taldi Landbúnaðarstofnun nauðsynlegt að brugðist væri við með því að aflífa fuglana og varð landbúnaðarráðherra við þeirri tillögu. Alþjóðadýraheilbirgðisstofnunin hefur lagt til að fuglum þar sem H5-stofninn finnst verði fargað en vísindamenn telja að ef H5 veira sé fyrir hendi í fuglum geti verið hætta á að hún breytist úr því að vera væg yfir í að verða skæð.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira