Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona sem mætir Mallorca á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn hófst kl. 18:00 og er í beinni útsendingu á Sýn.
Eiður Smári spilar sem fremsti sóknarmaður og er með Ronaldinho og Ludovic Giuly sér við hlið. Deco, Andreas Iniesta og Thiago Motta eru á miðjunni en vörnina skipa Oleguer, Marques, Pyuol og Bronckhorst.