Lentu í klóm sjóræningja 16. nóvember 2006 19:24 Íslensk hjón á siglingu um Karabíska hafið komust í hann krappann þegar vopnaðir ræningjar réðust um borð í bát þeirra og stálu öllu steini léttara. Þau voru bundin á höndum og fótum og um tíma óttuðust þau um líf sitt. Sjóránið óhugnalega var framið aðfararnótt laugardagsins undan ströndum Margaritu-eyju í sunnanverðu Karabíska hafinu. Þar höfðu hjónin Kári Jón Halldórsson og Áslaug Ösp Aðalsteinsdóttir varpað akkerum á skútu sinni Lady Ann. Kári var staddur á þilfarinu en Áslaug svaf neðan þilja þegar þrír ræningjar læddust um borð vopnaðir skammbyssum. Þrátt fyrir að byssu væri haldið að höfði Kára náði hann að vekja konu sína sem tókst að kalla á hjálp í talstöð og hlaupa svo inn á baðherbergi. Það var hins vegar létt verk fyrir sjóræningjana að mölva hurðina og ná Áslaugu út. Næstu þremur klukkustundunum eyddu svo hjónin bundin á höndum og fótum horfandi upp í byssuhlaup eins ræningjans á meðan hinir brutu allt og brömluðu í bátnum í leit að verðmætum. Þegar lak var sett yfir höfuð þeirra hélt Áslaug að sín síðasta stund væri runnin upp, eða eins og segir á heimasíðu þeirra hjóna: Ég hef aldrei orðið jafn hrædd á ævinni, því ég var viss um að nú mundu þeir annað hvort skjóta okkur eða alla vega rota okkur svo við myndum nú ekki byrja að öskra um leið og þeir færu - geturðu ímyndað þér að vera bundinn af byssubófa og fá síðan hulu yfir höfuðið, eins og gert er við aftökur? Sem betur fer höfðu ræningjarnir sig á brott og þeim Kára og Áslaugu tókst svo að losa sig úr böndunum. Lögregla á staðnum hefur leitað ræningjanna undanfarna daga en án árangurs. Þar sem báturinn er mikið skemmdur og öll tæki á bak og burt má ætla að tjón þeirra hjóna sé mikið. Þau eru hins vegar ómeidd og það er víst fyrir öllu. Fréttir Innlent Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira
Íslensk hjón á siglingu um Karabíska hafið komust í hann krappann þegar vopnaðir ræningjar réðust um borð í bát þeirra og stálu öllu steini léttara. Þau voru bundin á höndum og fótum og um tíma óttuðust þau um líf sitt. Sjóránið óhugnalega var framið aðfararnótt laugardagsins undan ströndum Margaritu-eyju í sunnanverðu Karabíska hafinu. Þar höfðu hjónin Kári Jón Halldórsson og Áslaug Ösp Aðalsteinsdóttir varpað akkerum á skútu sinni Lady Ann. Kári var staddur á þilfarinu en Áslaug svaf neðan þilja þegar þrír ræningjar læddust um borð vopnaðir skammbyssum. Þrátt fyrir að byssu væri haldið að höfði Kára náði hann að vekja konu sína sem tókst að kalla á hjálp í talstöð og hlaupa svo inn á baðherbergi. Það var hins vegar létt verk fyrir sjóræningjana að mölva hurðina og ná Áslaugu út. Næstu þremur klukkustundunum eyddu svo hjónin bundin á höndum og fótum horfandi upp í byssuhlaup eins ræningjans á meðan hinir brutu allt og brömluðu í bátnum í leit að verðmætum. Þegar lak var sett yfir höfuð þeirra hélt Áslaug að sín síðasta stund væri runnin upp, eða eins og segir á heimasíðu þeirra hjóna: Ég hef aldrei orðið jafn hrædd á ævinni, því ég var viss um að nú mundu þeir annað hvort skjóta okkur eða alla vega rota okkur svo við myndum nú ekki byrja að öskra um leið og þeir færu - geturðu ímyndað þér að vera bundinn af byssubófa og fá síðan hulu yfir höfuðið, eins og gert er við aftökur? Sem betur fer höfðu ræningjarnir sig á brott og þeim Kára og Áslaugu tókst svo að losa sig úr böndunum. Lögregla á staðnum hefur leitað ræningjanna undanfarna daga en án árangurs. Þar sem báturinn er mikið skemmdur og öll tæki á bak og burt má ætla að tjón þeirra hjóna sé mikið. Þau eru hins vegar ómeidd og það er víst fyrir öllu.
Fréttir Innlent Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira