Njörður. P Njarðvík fékk verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 16. nóvember 2006 17:25 Njörður P. Njarðvík, rithöfundur. MYND/Stefán Í dag var hátíðardagskrá í sal Hjallaskóla í Kópavogi þar sem afhent voru Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar árið 2006 og sérstakar viðurkenningar fyrir störf í þágu íslenskrar tungu. Þar veitti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra Nirði P. Njarðvík verðlaun Jónasar Hallgrímssonar árið 2006. Í rökstuðningi ráðgjafarnefndar segir: „Njörður P. Njarðvík á að baki langan feril sem kennari í íslenskum bókmenntum og sem rithöfundur. Njörður var um árabil formaður Rithöfundasambands Íslands og hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum. Hann sat m.a. í útvarpsráði og þjóðleikhúsráði og var formaður framkvæmdastjórnar Listahátíðar 1978-82. Í störfum sínum og skrifum hefur Njörður sýnt að íslenskt mál er honum hugleikið og að honum er annt um vöndun þess. Hann hefur talað fyrir málstað tungunnar með einlægum og skýrum hætti og beitt sér fyrir sérstökum aðgerðum henni til eflingar og til að halda á loft minningu Jónasar Hallgrímssonar. Hann var til að mynda í fylkingarbrjósti þeirra sem stofnuðu til dags íslenskrar tungu fyrir rúmum áratug, með þeim árangri og vinsældum sem við þekkjum." "Nirði P. Njarðvík hafa hlotnast margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín og verk. Hann er heiðursfélagi í Rithöfundasambandi Íslands. Ráðuneytið telur að með störfum sínum hafi Njörður með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu og riti, með skáldskap, fræðistörfum og kennslu og þar með stuðlað að eflingu hennar, framgangi og miðlun til nýrrar kynslóðar. Hann sé því verðugur viðtakandi verðlauna Jónasar Hallgrímssonar." Fyrir framlag sitt til íslenskrar tungu hlýtur Njörður P. Njarðvík Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2006. Verðlaunin eru ein milljón króna og ritsafn Jónasar Hallgrímssonar í skinnbandi. Menningarsjóður Glitnis leggur til verðlaunin. Aðrar viðurkenningar fengu orðanefnd Skýrslutæknifélags Íslands og hina fékk áhugaleikhúsið Hugleikur. Viðurkenningarhafar fá listaverk eftir Brynhildi Þorgeirsdóttur. Í ráðgjafarnefnd um verðlaun og viðurkenningar á degi íslenskrar tungu sitja Baldur Sigurðsson, Kristján Árnason og Sigurbjörg Þrastardóttir. Fréttir Innlent Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Í dag var hátíðardagskrá í sal Hjallaskóla í Kópavogi þar sem afhent voru Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar árið 2006 og sérstakar viðurkenningar fyrir störf í þágu íslenskrar tungu. Þar veitti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra Nirði P. Njarðvík verðlaun Jónasar Hallgrímssonar árið 2006. Í rökstuðningi ráðgjafarnefndar segir: „Njörður P. Njarðvík á að baki langan feril sem kennari í íslenskum bókmenntum og sem rithöfundur. Njörður var um árabil formaður Rithöfundasambands Íslands og hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum. Hann sat m.a. í útvarpsráði og þjóðleikhúsráði og var formaður framkvæmdastjórnar Listahátíðar 1978-82. Í störfum sínum og skrifum hefur Njörður sýnt að íslenskt mál er honum hugleikið og að honum er annt um vöndun þess. Hann hefur talað fyrir málstað tungunnar með einlægum og skýrum hætti og beitt sér fyrir sérstökum aðgerðum henni til eflingar og til að halda á loft minningu Jónasar Hallgrímssonar. Hann var til að mynda í fylkingarbrjósti þeirra sem stofnuðu til dags íslenskrar tungu fyrir rúmum áratug, með þeim árangri og vinsældum sem við þekkjum." "Nirði P. Njarðvík hafa hlotnast margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín og verk. Hann er heiðursfélagi í Rithöfundasambandi Íslands. Ráðuneytið telur að með störfum sínum hafi Njörður með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu og riti, með skáldskap, fræðistörfum og kennslu og þar með stuðlað að eflingu hennar, framgangi og miðlun til nýrrar kynslóðar. Hann sé því verðugur viðtakandi verðlauna Jónasar Hallgrímssonar." Fyrir framlag sitt til íslenskrar tungu hlýtur Njörður P. Njarðvík Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2006. Verðlaunin eru ein milljón króna og ritsafn Jónasar Hallgrímssonar í skinnbandi. Menningarsjóður Glitnis leggur til verðlaunin. Aðrar viðurkenningar fengu orðanefnd Skýrslutæknifélags Íslands og hina fékk áhugaleikhúsið Hugleikur. Viðurkenningarhafar fá listaverk eftir Brynhildi Þorgeirsdóttur. Í ráðgjafarnefnd um verðlaun og viðurkenningar á degi íslenskrar tungu sitja Baldur Sigurðsson, Kristján Árnason og Sigurbjörg Þrastardóttir.
Fréttir Innlent Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira