Kannað hvort kortaupplýsingar hafi verið nýttar 15. nóvember 2006 12:30 Lögregla rannsakar nú í samvinnu við kortafyrirtæki, hvort mennirnir tveir, sem voru handteknir í Reykjavík á laugardag fyrir að setja upp afritunarbúnað á hraðbanka, hafi nýtt sér upplýsingarnar, eða jafnvel komið þeim úr landi. Fyrir helgi kom í ljós að fölsk framhlið hafið verið límd framan á hraðbanka í Reykjavík, önnur fannst svo í Kópavogi á laugardag og sú þriðja í Reykjavík í fyrradag. Í þessum fölsku framhliðum er afritunarbúnaður sem skráir allar upplýsingar um kort, sem notuð eru í viðkomandi hraðbanka og misnota falsararnir svo þær upplýsingar til að ná fé út af viðkomandi reikningum. Fjórða viðlíka málið kom upp á kortalesara á bensínsjálfsala í Hafnarfirði í september og í janúar gerði lögregla upptækar fjórar falskar framhliðar af Búlgörskum farþega, sem var að koma til landsins. Málið á bensín sjálfsalanum í Hafnarfirði er óupplýst, en á laugardag handtók lögreglan tvo útlendinga, sem hafa játað á sig þrjár nýjustu falsanirnar. Þeir sitja nú í gæsluvarðhaldi. Lögregla vill ekki gefa upp hvort mennirnir eigi vitorðsmenn hér á landi og verst frekari fregna á þessu stigi, en í kjölfar málsins er búið að skoða alla hraðbanka á landinu og yfirfara sjálfvirkar myndavélar, sem eiga að mynda hvern einasta viðskiptavin. Það munu einmitt hafa verið þannig upptökur, sem komu lögreglu á spor falsaranna á laugardag. Fréttir Innlent Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Sjá meira
Lögregla rannsakar nú í samvinnu við kortafyrirtæki, hvort mennirnir tveir, sem voru handteknir í Reykjavík á laugardag fyrir að setja upp afritunarbúnað á hraðbanka, hafi nýtt sér upplýsingarnar, eða jafnvel komið þeim úr landi. Fyrir helgi kom í ljós að fölsk framhlið hafið verið límd framan á hraðbanka í Reykjavík, önnur fannst svo í Kópavogi á laugardag og sú þriðja í Reykjavík í fyrradag. Í þessum fölsku framhliðum er afritunarbúnaður sem skráir allar upplýsingar um kort, sem notuð eru í viðkomandi hraðbanka og misnota falsararnir svo þær upplýsingar til að ná fé út af viðkomandi reikningum. Fjórða viðlíka málið kom upp á kortalesara á bensínsjálfsala í Hafnarfirði í september og í janúar gerði lögregla upptækar fjórar falskar framhliðar af Búlgörskum farþega, sem var að koma til landsins. Málið á bensín sjálfsalanum í Hafnarfirði er óupplýst, en á laugardag handtók lögreglan tvo útlendinga, sem hafa játað á sig þrjár nýjustu falsanirnar. Þeir sitja nú í gæsluvarðhaldi. Lögregla vill ekki gefa upp hvort mennirnir eigi vitorðsmenn hér á landi og verst frekari fregna á þessu stigi, en í kjölfar málsins er búið að skoða alla hraðbanka á landinu og yfirfara sjálfvirkar myndavélar, sem eiga að mynda hvern einasta viðskiptavin. Það munu einmitt hafa verið þannig upptökur, sem komu lögreglu á spor falsaranna á laugardag.
Fréttir Innlent Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Sjá meira