Sendiherra segir árás hafa verið mistök 14. nóvember 2006 21:11 Mótmælendur fyrir utan utanríkisráðuneytið í dag. MYND/Gunnar Utanríkisráðherra afhenti í morgun sendiherranum bréf til utanríkisráðherra Ísraels, þar sem morðum á óbreyttum borgurum á Gaza í síðustu viku var harðlega mótmælt. Það sama gerði formaður Samfylkingarinnar á snubbóttum fundi með sendiherranum á Alþingi í dag. Miryam Shomrat sendiherra Ísraels á Íslandi með aðsetur í Osló, er hér í þriggja daga heimsókn. Í morgun kom hún til fundar við Valgerði Sverrisdóttur, utanríkisráðherra, þar sem mótmælendur hugðust afhenda henni mótmælabréf. Tæplega 100 mannsvoru mætt hér fyrir utanríkisráðuneytið í morgun til að mótmæla framferði Ísraelshers í Palestínu. Skilboð þeirra sem voru að mótmæla hér voru öll þau sömu, að Ísraelsmenn ættu að hypja sig frá herteknu svæðunum. Sendiherrann var hins vegar komin í ráðuneytið á undan mótmælendum og fór þaðan út um bakdyr, þannig að mótmælendur náðu aldrei að afhenda henni mótmæli sín. Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína sagði: Það er mjög mikilvægt að hún átti sig á því að þegar hún kemur hingað í kjölfar þessara óhugnalegu blóðbaða og er vafalítið samkvæmt sínu starfsumboði að útskýra og réttlæta gerðir Ísraelshers, þar á meðal fjöldamorðið núna á Gaza, Þá er mjög mikilvægt að hún fái það að heyra og hennar yfirboðarar að Íslendingar hafi ekkert við Ísraelsstjórn að tala. Utanríkisráðherra afhenti sendiherranum bréf til utanríkisráðherra Ísraels. Valgerður sagði að þar kæmi fram að íslensk stjórnvöld fordæma árás Ísraelshers á íbúðarhverfi á Gaza nýlega þar sem að óbreyttir borgarar létu lífið, þar á meðal konur og börn. Valgerður segist jafnframt hafa sagt sendiherranum að íslensk stjórnvöld viðurkenndu rétt Ísraela til að verja sig samkvæmt alþjóðalögum. En að aðgerðir Ísraelshers á Gaza hefðu einungis orðið til þess að hella olíu á eldinn. Valgerður sagði ennfremur að Ísraelar héldu því fram að þarna hefði verið um svokölluð tæknileg mistök að ræða, eins langt eins og það nær að skýra hlutina með þeim hætti - HMP: Finnst þér þessar skýringar trúverðugar, að þarna hafi tæknileg mistök verið á ferðinni - Mér finnst óskaplega erfitt, eins og ég sagði henni, að tala um hluti sem þessa sem tæknileg mistök, svona alvarlega hluti. En ég get ekki neitað því að hún fari þar með rétt mál. Það vissulega er notuð tækni við árásir sem þessar og þar af leiðandi geta átt sér stað mistök við þá notkun á tækninni en mér finnst ekki að það sé nein afsökun en þetta getur verið útskýring. Aðspurð sagði sendiherrann að viðbrögð íslenska utanríkisráðherrans hefðu ekki komið sér á óvart. Hún sagði að Ísraelsmenn hefðu tekið því mjög alvarlega sem gerðist í Beit Hanoun og skildu að vinir þeirra litu atvikið alvarlegum augum. Hún lagði samt áherslu á að gagnstætt því sem haldið er fram og gagnstætt því sem Palestínumenn gera, að ráðast af ásettu ráði á ísraelska borgara, réðist ísraelski herinn ekki viljandi á palestínska borgara og sagði síðan að þetta hefðu verið mistök. Ennfremur tók hún fram að mistökin hefðu ekki verið af mannlegum toga, heldur hefðu rafeindatæki bilað. Sendiherrann átti einnig fundi með forseta Alþingis og formanni Samfylkingarinnar í dag. Við greinum nánar frá heimsókn sendiherrans í Íslandi í dag hér rétt á eftir og birtum þá ítarlegri viðtöl við sendiherrann, íslenska stjórnmálamenn og mótmælendur. Fréttir Innlent Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Sjá meira
Utanríkisráðherra afhenti í morgun sendiherranum bréf til utanríkisráðherra Ísraels, þar sem morðum á óbreyttum borgurum á Gaza í síðustu viku var harðlega mótmælt. Það sama gerði formaður Samfylkingarinnar á snubbóttum fundi með sendiherranum á Alþingi í dag. Miryam Shomrat sendiherra Ísraels á Íslandi með aðsetur í Osló, er hér í þriggja daga heimsókn. Í morgun kom hún til fundar við Valgerði Sverrisdóttur, utanríkisráðherra, þar sem mótmælendur hugðust afhenda henni mótmælabréf. Tæplega 100 mannsvoru mætt hér fyrir utanríkisráðuneytið í morgun til að mótmæla framferði Ísraelshers í Palestínu. Skilboð þeirra sem voru að mótmæla hér voru öll þau sömu, að Ísraelsmenn ættu að hypja sig frá herteknu svæðunum. Sendiherrann var hins vegar komin í ráðuneytið á undan mótmælendum og fór þaðan út um bakdyr, þannig að mótmælendur náðu aldrei að afhenda henni mótmæli sín. Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína sagði: Það er mjög mikilvægt að hún átti sig á því að þegar hún kemur hingað í kjölfar þessara óhugnalegu blóðbaða og er vafalítið samkvæmt sínu starfsumboði að útskýra og réttlæta gerðir Ísraelshers, þar á meðal fjöldamorðið núna á Gaza, Þá er mjög mikilvægt að hún fái það að heyra og hennar yfirboðarar að Íslendingar hafi ekkert við Ísraelsstjórn að tala. Utanríkisráðherra afhenti sendiherranum bréf til utanríkisráðherra Ísraels. Valgerður sagði að þar kæmi fram að íslensk stjórnvöld fordæma árás Ísraelshers á íbúðarhverfi á Gaza nýlega þar sem að óbreyttir borgarar létu lífið, þar á meðal konur og börn. Valgerður segist jafnframt hafa sagt sendiherranum að íslensk stjórnvöld viðurkenndu rétt Ísraela til að verja sig samkvæmt alþjóðalögum. En að aðgerðir Ísraelshers á Gaza hefðu einungis orðið til þess að hella olíu á eldinn. Valgerður sagði ennfremur að Ísraelar héldu því fram að þarna hefði verið um svokölluð tæknileg mistök að ræða, eins langt eins og það nær að skýra hlutina með þeim hætti - HMP: Finnst þér þessar skýringar trúverðugar, að þarna hafi tæknileg mistök verið á ferðinni - Mér finnst óskaplega erfitt, eins og ég sagði henni, að tala um hluti sem þessa sem tæknileg mistök, svona alvarlega hluti. En ég get ekki neitað því að hún fari þar með rétt mál. Það vissulega er notuð tækni við árásir sem þessar og þar af leiðandi geta átt sér stað mistök við þá notkun á tækninni en mér finnst ekki að það sé nein afsökun en þetta getur verið útskýring. Aðspurð sagði sendiherrann að viðbrögð íslenska utanríkisráðherrans hefðu ekki komið sér á óvart. Hún sagði að Ísraelsmenn hefðu tekið því mjög alvarlega sem gerðist í Beit Hanoun og skildu að vinir þeirra litu atvikið alvarlegum augum. Hún lagði samt áherslu á að gagnstætt því sem haldið er fram og gagnstætt því sem Palestínumenn gera, að ráðast af ásettu ráði á ísraelska borgara, réðist ísraelski herinn ekki viljandi á palestínska borgara og sagði síðan að þetta hefðu verið mistök. Ennfremur tók hún fram að mistökin hefðu ekki verið af mannlegum toga, heldur hefðu rafeindatæki bilað. Sendiherrann átti einnig fundi með forseta Alþingis og formanni Samfylkingarinnar í dag. Við greinum nánar frá heimsókn sendiherrans í Íslandi í dag hér rétt á eftir og birtum þá ítarlegri viðtöl við sendiherrann, íslenska stjórnmálamenn og mótmælendur.
Fréttir Innlent Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Sjá meira