Smith hafnar lánssamningum

Alan Smith hefur hafnað tilboðum sem honum bárust um að fara sem lánsmaður frá Manchester United til að koma sér í leikform. Leeds og Cardiff höfðu farið fram á að fá hann að láni í nokkra mánuði, en Smith segist sjálfur ætla að bæta við æfingar sínar til að koma sér aftur í gott form eftir erfið meiðsli.