Innlent

Vilja landsmiðstöð í málefnum innflytjenda á Vestfjörðum

Ísafjörður
Ísafjörður MYND/Vísir

Fjórðungssamband Vestfirðinga vill að Fjölmenningarsetur á Vestfjörðum verði landsmiðstöð í málefnum innflytjenda og hefur ítrekað þá afstöðu sína við félagsmálaráðherra. Fréttavefurinn Bæjarins besta greinir frá þessu en stjórn félagsins ákvað á fundi sínum síðastliðinn fimmtudag að óska eftir viðræðum um málið við félagsmálaráðherra.

Fjölmenningarsetur er tilraunaverkefni á vegum félagsmálaráðuneytisins. Setrið rekur meðal annars upplýsingasíma á nokkrum tungumálum og skrifar fréttir á pólsku, serbnesku og króatísku á textavarp Ríkisútvarpsins.

Skipaður hefur verið starfshópur á vegum sambandsins, sem fjalla á um stefnu og skipulag sveitarfélaga á Vestfjörðum, í málefnum þeirra innflytjenda sem þar eru að hefja störf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×